Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 4.04 bls. 1
  • Unglingar — lesið orð Guðs

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Unglingar — lesið orð Guðs
  • Ríkisþjónusta okkar – 2004
  • Svipað efni
  • Hvernig tekurðu ákvarðanir?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2016
  • Unglingar, einbeitið þið ykkur að markmiðum í þjónustu Jehóva?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2018
  • Ungmenni — gleðjið hjarta Jehóva
    Ríkisþjónusta okkar – 1993
  • Sýnum trú og tökum skynsamlegar ákvarðanir
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2017
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2004
km 4.04 bls. 1

Unglingar — lesið orð Guðs

1 Unglingsárin eru oft tími erfiðleika og mikilvægra ákvarðana. Mörg ykkar sem eruð kristnir unglingar eru daglega beitt þrýstingi til að sniðganga meginreglur Guðs. Þú ættir að setja þér andleg markmið áður en þú tekur ákvarðanir í sambandi við menntun, vinnu og hjónaband. Aðeins þannig geturðu tekið aðrar ákvarðanir sem verða þér til góðs í lífinu. Skýr, andleg markmið stuðla að því að þú breytir viturlega og njótir velgengni. Með því að lesa og hugleiða orð Guðs reglulega kviknar hjá þér löngun til að lifa í samræmi við innblásnar leiðbeiningar hans og þú nærð góðum markmiðum þínum. — Jós. 1:8; Sálm. 1:2, 3.

2 Hvaða gagn hefurðu af biblíulestri? Heimur Satans er fullur af freistingum til að gera rangt. (1. Jóh. 2:15, 16) Þú veist kannski um bekkjarfélaga eða einhvern á þínum aldri sem hefur lent í vandræðum vegna þess að hann lét undan hópþrýstingi. Ef þú heldur þér fast við leiðsögn Biblíunnar færðu siðferðilegan og andlegan styrk til að hafna óguðlegri stefnu. Leiðbeiningarnar í orði Guðs hjálpa þér einnig að forðast lúmskar snörur Satans. (2. Kor. 2:11; Hebr. 5:14) Það færir þér sanna hamingju að ganga á vegi Guðs og þú verður ánægð(ur) með lífsstefnu þína. — Sálm. 119:1, 9, 11.

3 Meginreglurnar í orði Guðs eru hafnar yfir visku manna og standast tímans tönn. (Sálm. 119:98-100) Þekking á meginreglum Biblíunnar, einlægar bænir og það að íhuga opinberaða fyrirætlun Jehóva getur hjálpað þér að rækta náið samband við alvitran höfund Biblíunnar, Jehóva Guð. Hann lofar: „Ég vil fræða þig og vísa þér veginn, er þú átt að ganga, ég vil kenna þér og hafa augun á þér.“ — Sálm. 32:8.

4 Taktu frá tíma til að lesa orð Guðs: Kristin unglingsstúlka setti sér það markmið að lesa alla Biblíuna og hún lauk lestrinum á tæpu ári. Hvernig naut hún góðs af því? Hún svarar: „Ég lærði svo margt um Jehóva. Það styrkti samband mitt við hann og vakti með mér löngun til að óttast hann alla ævi.“ (Jak. 4:8) Hefur þú lesið alla Biblíuna? Ef svo er ekki, væri þá ekki gott að setja sér það markmið? Jehóva mun blessa viðleitni þína og þú munt hljóta mikla umbun.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila