Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 4.04 bls. 1
  • Fórnum Jehóva því besta

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Fórnum Jehóva því besta
  • Ríkisþjónusta okkar – 2004
  • Svipað efni
  • Lofgerðarfórnir sem eru Guði þóknanlegar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2000
  • Lærum af skýrum stöfum sannleikans
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2012
  • Færum Jehóva fórnir af heilum huga
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2012
  • Leitum fyrst Guðsríkis — með því að bera alltaf fram lofgjörðarfórn
    Ríkisþjónusta okkar – 1994
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2004
km 4.04 bls. 1

Fórnum Jehóva því besta

1 Lög Jehóva til Ísraelsmanna settu þau skilyrði að dýr, sem færð voru honum að fórnargjöf, væru ‚gallalaus‘. Gölluð skepna kom ekki til greina. (3. Mós. 22:18-20; Mal. 1:6-9) Þegar fórnargjöf var borin fram tilheyrði fitan Jehóva en hún var það besta af skepnunni. (3. Mós. 3:14-16) Hann var faðir Ísraelsmanna og húsbóndi og verðskuldaði það besta.

2 Jehóva hefur eins mikinn áhuga á gæðum fórnargjafa okkar nú á tímum eins og hann hafði til forna. Þjónusta okkar ætti að endurspegla viðeigandi lotningu fyrir honum. Vitanlega eru aðstæður manna misjafnar. Við höfum samt gilda ástæðu til að íhuga vel og vandlega hvort við séum að gefa Jehóva það besta. — Ef. 5:10.

3 Þjónusta af heilum hug: Til að vera Jehóva til heiðurs og ná til hjartna áheyrenda okkar verðum við að þjóna honum af heilum hug en ekki aðeins til málamynda. Þegar við tjáum okkur um Guð og stórkostlega fyrirætlun hans ætti það að vera sprottið af hjartans þakklæti. (Sálm. 145:7) Þetta minnir á hve nauðsynlegt sé að hver og einn lesi og rannsaki Biblíuna reglulega. — Orðskv. 15:28.

4 Þegar við gefum Jehóva það besta erum við einnig að líkja eftir kærleika hans til manna. (Ef. 5:1, 2) Kærleikur til annarra hvetur okkur til að ná til eins margra og mögulegt er með hinn lífgandi sannleiksboðskap. (Mark. 6:34) Hann kveikir með okkur persónulegan áhuga á viðmælendum okkar. Og hann verður til þess að við hugsum áfram um þá eftir fyrstu heimsóknina og förum til þeirra aftur. Já, kærleikurinn knýr okkur til að gera allt sem við getum til að auka áhuga þeirra á andlegum málum. — Post. 20:24; 26:28, 29.

5 „Lofgjörðarfórn“: Önnur leið til að gefa Jehóva það besta er að þjóna honum af kappi. Með því að vera vel skipulögð og vera með hugann við boðunarstarfið nýtum við tíma okkar eins vel og við getum. (1. Tím. 4:10) Við eigum auðveldara með að tala skýrt og af sannfæringu þegar við undirbúum okkur vel og það eykur líkurnar á vinsamlegum viðbrögðum. (Orðskv. 16:21) Þegar við segjum öðrum frá fagnaðarerindinu getur það réttilega kallast „lofgjörðarfórn“.— Hebr. 13:15.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila