Þjónustusamkomur
Vikan sem hefst 14. júní
Söngur 168
10 mín.: Staðbundnar og valdar tilkynningar úr Ríkisþjónustu okkar. Sviðsetjið síðustu tillöguna á bls. 4.
20 mín.: „Jehóva hjálpar þeim sem reiða sig á hann.“a Um leið og farið er yfir grein 4 skal taka með efni úr greininni „Verður þú viðstaddur“ í Ríkisþjónustu okkar í janúar 2000, bls. 2 og Boðunarskólabókinni, bls. 67, gr. 2.
15 mín.: Hvers vegna ætti að forðast neyslu fíkniefna? Umræður við áheyrendur byggðar á Reasoning from the Scriptures (Rökræðubókinni), bls. 106-9. Algengt er að fólk neyti fíkniefna. Margir halda því fram að það sé ekki skaðlegt. Sumir mæla jafnvel með lögleiðingu fíkniefna. Ræðið hvernig hægt er að rökræða við þessa einstaklinga. Takið með efni úr rammagrein í Vaknið! október-desember 2001 á bls. 9 og rammagrein í Vaknið! á ensku 8. nóvember 1999, bls. 10.
Söngur 179 og lokabæn.
Vikan sem hefst 21. júní
Söngur 29
10 mín.: Staðbundnar tilkynningar.
15 mín.: „Englarnir hjálpa okkur.“b Biðjið áheyrendur að skýra ritningarstaði sem vísað er til, eftir því sem tími leyfir.
20 mín.: Viskan að ofan er sanngjörn. (Jak. 3:17, NW) Ræða með þátttöku áheyrenda byggð á Boðunarskólabókinni, bls. 251-2. Hvað merkir það að vera sanngjarn? Hvers vegna er mikilvægt að sýna sanngirni í boðunarstarfinu? Hvað getum við lært af fordæmi Páls postula? Hvernig geta boðberar tekið tillit til uppruna fólks á svæðinu? Hvernig getum við hjálpað biblíunemendum að sýna sanngirni? Biðjið fyrir fram einn eða tvo að segja frásögur sem sýna fram á gildi þess að vera sanngjarn.
Söngur 53 og lokabæn.
Vikan sem hefst 28. júní
Söngur 139
12 mín.: Staðbundnar tilkynningar og reikningshaldsskýrslan. Minnið boðbera á að skila starfsskýrslum fyrir júní. Notið tillögurnar á bls. 4 og sýnið hvernig bjóða má Varðturninn 1. júlí og Vaknið! júlí-september. Í báðum tilvikum ætti boðberinn að byrja á því að segja nokkur vingjarnleg orð við húsráðanda. Nefnið að það geti fengið hann til að slaka á.
15 mín.: Staðbundnar þarfir.
18 mín.: „Hvers vegna er safnaðarbóknámið mikilvægt?“c Notið námsspurningarnar. Takið með efni úr greininni „Leggðu bóknámsumsjónarmanninum lið“ í Ríkisþjónustu okkar í nóvember 2002, bls. 1.
Söngur 20 og lokabæn.
Vikan sem hefst 5. júlí
Söngur 3
10 mín.: Staðbundnar tilkynningar.
15 mín.: Hvað ætlarðu að segja? Ræða með þátttöku áheyrenda. Í júlí og ágúst er ritatilboðið bæklingar. Hvaða bæklingar hafa reynst vel á svæðinu? Farið yfir tillögurnar í Ríkisþjónustu okkar í júlí 1998, bls. 8 eða öðrum tölublöðum. Beinið athyglinni að því að hver kynning inniheldur (1) spurningu, (2) ritningarstað og (3) vísun í ritið. Sviðsetjið eina eða tvær af tillögunum. Hvetjið alla til að nota Biblíuna þegar þeir boða fagnaðarerindið.
20 mín.: Geturðu gerst brautryðjandi? Ræða öldungs byggð á viðauka Ríkisþjónustu okkar í apríl 1999. Eigið viðtal við brautryðjendur um þá blessun sem brautryðjandastarfið hefur veitt þeim. Hvetjið boðbera til að hugleiða hvort þeir hafi tök á að gerast brautryðjendur. Sjá einnig viðauka Ríkisþjónustu okkar í ágúst 1999.
Söngur 65 og lokabæn.
[Neðanmáls]
a Hafið inngangsorðin skemmri en eina mínútu og farið yfir greinina með spurningum og svörum.
b Hafið inngangsorðin skemmri en eina mínútu og farið yfir greinina með spurningum og svörum.
c Hafið inngangsorðin skemmri en eina mínútu og farið yfir greinina með spurningum og svörum.