Þjónustusamkomur
Vikan sem hefst 12. júlí
Söngur 108
12 mín.: Staðbundnar og valdar tilkynningar úr Ríkisþjónustu okkar. Sviðsetjið síðustu tillöguna á bls. 4.
18 mín.: „Líkjum eftir réttlæti Jehóva.“a Biðjið áheyrendur að skýra ritningarstaði, sem vísað er til, eftir því sem tími leyfir.
15 mín.: Biblían — bók áreiðanlegra spádóma. Ræða með þátttöku áheyrenda byggð á bæklingnum Bók fyrir alla menn, bls. 27-9. Við hittum oft fólk í boðunarstarfinu sem hefur áhuga á framtíðinni. Í Biblíunni er að finna áreiðanlegar upplýsingar um bjarta framtíð hlýðinna manna. Skoðið nokkra spádóma Biblíunnar sem styrkja traust okkar til þess sem hún spáir um framtíðina. Látið boðbera sýna stuttlega hvernig hægt sé að nota atburði, sem Biblían segir frá, til að hjálpa áhugasamri manneskju að treysta Biblíunni.
Söngur 16 og lokabæn.
Vikan sem hefst 19. júlí
Söngur 83
10 mín.: Staðbundnar tilkynningar. Ræðið hversu mikilvægt það er að láta ekki biblíulestur sitja á hakanum í sumar vegna ferðalaga eða annars sem tengist sumrinu. Takið með efni úr Varðturninum, 1. september 2000, bls. 32.
15 mín.: Staðbundnar þarfir.
20 mín.: „Árangursrík biblíunámskeið — 1. hluti.“ Ræða í umsjón starfshirðis. Bjóðið áheyrendum að tjá sig um efnið í bókinni Jehovah‘s Witnesses — Proclaimers of God‘s Kingdom (Boðendabókinni), bls. 572-4, þar sem nútímasaga biblíunámsstarfsins er rakin. Vekið eftirvæntingu eftir greinaröðinni. Meðal annars verður rætt um hvernig á að undirbúa sig fyrir að halda biblíunámskeið og hvernig á að hjálpa nemandanum að undirbúa sig. Einnig verður fjallað um hve mikið efni á að fara yfir, hvernig hægt er að nota ritningarstaði á áhrifaríkan hátt, hvernig á að taka á spurningum nemanda, hvernig bæninni er komið á framfæri og hvernig á að leiða nemandann til safnaðarins. Hvetjið alla til að fara eftir leiðbeiningunum sem við fáum og halda greinunum til haga.
Söngur 10 og lokabæn.
Vikan sem hefst 26. júlí
Söngur 216
12 mín.: Staðbundnar tilkynningar og reikningshaldsskýrslan. Minnið boðbera á að skila starfsskýrslum fyrir júlí. Notið tillögurnar á bls. 4 og sýnið hvernig bjóða má Varðturninn 1. ágúst og Vaknið! júlí-september. Í báðum tilvikum ætti að sýna hvernig bregðast megi við samræðutálmanum „Hvers vegna komið þið svona oft?“ — Sjá Biblíusamræðubæklinginn, bls. 12.
8 mín.: Spurningakassinn. Í umsjón öldungs. Lesið og ræðið greinina í heild.
25 mín.: „Að starfa á viðskiptasvæði.“b Nefnið hvað er gert í söfnuðinum til að prédika á viðskiptasvæðum. Sviðsetjið stuttlega kynningarnar í gr. 4-5 eða notið það sem reynst hefur vel á svæðinu. Eftir því sem tími leyfir skal bjóða áheyrendum að segja frá góðum árangri sem þeir hafa náð í boðunarstarfinu á viðskiptasvæði.
Söngur 173 og lokabæn.
Vikan sem hefst 2. ágúst
Þjónustusamkoman fellur niður vegna landsmótsins 2004, „Göngum með Guði“, sem haldið er dagana 6. til 8. ágúst í Íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi. Í október verður heil þjónustusamkoma helguð upprifjun á landsmótinu. Til að allir séu vel undirbúnir og geti tekið þátt í umræðunum er gott að hafa í huga að punkta hjá sér tillögur sem koma fram á mótinu og við ætlum okkur að nota annaðhvort í daglegu lífi okkar eða boðunarstarfinu. Þá getum við einnig sagt frá hvernig við höfum notfært okkur tillögurnar eftir að mótinu lauk. Það verður hvetjandi fyrir alla að heyra hvernig við höfum nýtt okkur þessa tímabæru og góðu kennslu.
[Neðanmáls]
a Hafið inngangsorðin skemmri en eina mínútu og farið yfir greinina með spurningum og svörum.
b Hafið inngangsorðin skemmri en eina mínútu og farið yfir greinina með spurningum og svörum.