Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 10.04 bls. 2
  • Þjónustusamkomur

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Þjónustusamkomur
  • Ríkisþjónusta okkar – 2004
  • Millifyrirsagnir
  • Vikan sem hefst 11. október
  • Vikan sem hefst 18. október
  • Vikan sem hefst 25. október
  • Vikan sem hefst 1. nóvember
Ríkisþjónusta okkar – 2004
km 10.04 bls. 2

Þjónustusamkomur

Vikan sem hefst 11. október

Söngur 219

12 mín.: Staðbundnar og valdar tilkynningar úr Ríkisþjónustu okkar. Á næstu þjónustusamkomu verður dagskrá landsmótsins „Göngum með Guði“ rifjuð upp með þátttöku áheyrenda. Hvetjið alla til að undirbúa sig fyrir upprifjunina með því að fara yfir minnispunkta sína frá mótinu með hliðsjón af spurningunum á bls. 1. Sviðsetjið síðustu tillöguna á bls. 8. Hvetjið boðbera til þess að lesa úr Biblíunni í kynningum sínum.

10 mín.: „Dagskrá sérstaka mótsdagsins.“ Ræða í umsjón öldungs byggð á samnefndri grein í Ríkisþjónustu okkar í ágúst 2004, bls. 6.

23 mín.: „Sérstakt átak til að dreifa nýja bæklingnum.“a Í umsjón starfshirðis. Látið boðbera sviðsetja tillögurnar í greininni. Í einu sýnidæminu sýnir húsráðandi lítinn áhuga á Biblíunni og er boðið smárit í stað bæklingsins.

Söngur 69 og lokabæn.

Vikan sem hefst 18. október

Söngur 127

5 mín.: Staðbundnar tilkynningar. Minnist stuttlega á hvaða ráðstafanir hafa verið gerðar til að dreifa nýja bæklingnum á meðan sérstaka átakið stendur yfir.

40 mín.: „Landsmót sem hvatti okkur til að ganga með Guði.“ Í umsjón öldungs. Hafið inngangsorðin ekki lengri en eina mínútu og fjallið síðan um dagskrá mótsins með hjálp spurninganna í greininni. Gætið þess að tími gefist til að ræða um allar spurningarnar, til dæmis með því að leyfa ekki nema eitt svar við sumum þeirra. Ekki er hægt að lesa alla ritningarstaðina sem vísað er til. Boðberar geta hins vegar notað þá til að auðvelda sér að finna svörin. Svörin ættu að draga fram gagnið af því efni sem fram kom á mótinu.

Söngur 165 og lokabæn.

Vikan sem hefst 25. október

Söngur 56

10 mín.: Staðbundnar tilkynningar og reikningshaldsskýrslan. Sviðsetjið kynningu á nýja bæklingnum sem hefur reynst vel á svæðinu. Eftir því sem tími leyfir skal segja reynslufrásögur frá sérstaka átakinu.

15 mín.: Það er ánægjulegt að hjálpa öðrum. (Jóh. 4:34) Viðtöl. Það er ánægjulegt að sjá hvernig birtir yfir fólki þegar það lærir sannleikann í orði Guðs. (wE94 1.3. bls. 29 gr. 6-7) Takið tali tvo eða þrjá boðbera eða brautryðjendur sem hafa náð góðum árangri í því að nota Biblíuna í boðunarstarfinu og hefja og halda biblíunámskeið. Hvernig geta þeir glætt áhugann og fylgt honum eftir? Hvaða gleði hljóta þeir af því? Biðjið þá um að segja frá eða sviðsetja dæmi úr boðunarstarfinu.

20 mín.: Komdu með rök sem styðja orð Guðs. Umræður við áheyrendur byggðar á Boðunarskólabókinni, bls. 256-57. Hvernig getum við notað aðrar áreiðanlegar heimildir en Biblíuna til að benda fólki á skynsemina í orði Guðs? Bjóðið áheyrendum að svara eftirfarandi spurningum: Hvaða dæmi í alheiminum gefa til kynna að til sé skapari? (rs bls. 85-86) Hvernig gætum við notað ummæli fræðimanna eða sérfræðinga til að sýna öðrum fram á að Biblían sé orð Guðs? (rs bls. 62-64) Hvaða dæmi eða líkingar gætum við notað til að auðvelda öðrum að skilja hvers vegna Guð leyfir illsku? (rs bls. 429) Hvaða dæmi hefur þú notað til að benda öðrum á að það sé viturlegt að fara eftir ráðum Biblíunnar?

Söngur 62 og lokabæn.

Vikan sem hefst 1. nóvember

Söngur 15

10 mín.: Staðbundnar tilkynningar. Minnið alla á að skila starfsskýrslum.

20 mín.: Hvernig getum við hjálpað þeim sem tala erlent tungumál? Ræða með þátttöku áheyrenda byggð á formálanum í bæklingnum Good News for People of All Nations. Lýsið gerð nýja bæklingsins. Fjallið um þrennt sem við getum gert til að hjálpa þeim sem tala erlent mál sem við skiljum ekki. Takið með efni úr Ríkisþjónustu okkar í júlí 2003, bls. 4. Látið boðbera sýna hvernig hægt er að nota nýja bæklinginn.

15 mín.: Frásögur af safnaðarsvæðinu. Bjóðið áheyrendum að segja frá því hvernig sérstaka átakið með dreifingu nýja bæklingsins hefur gengið. Biðjið einhvern fyrir fram um að sviðsetja einstök dæmi. Ef lítið er eftir af bæklingnum á lager í söfnuðinum skal biðja boðbera um að skila aukaeintökum til bókadeildarinnar.

Söngur 175 og lokabæn.

[Neðanmáls]

a Hafið inngangsorðin skemmri en eina mínútu og farið yfir greinina með spurningum og svörum.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila