Tilkynningar
◼ Ritatilboðið 1. – 17. október: Varðturninn og Vaknið! Þar sem áhuga er að finna má bjóða Kröfubæklinginn með það fyrir augum að hefja ný biblíunámskeið. 18. október – 14. nóvember: Sérstakt átak til að dreifa nýja bæklingnum Haltu vöku þinni! 15. – 30. nóvember: Lærum af kennaranum mikla. Ef húsráðandi segist ekki eiga nein börn má bjóða Kröfubæklinginn. Notið bæklinginn til að hefja ný biblíunámskeið. Desember: Mesta mikilmenni sem lifað hefur. Einnig mætti bjóða Biblíusögubókina mína eða Þú getur lifað að eilífu í paradís á jörð. Janúar: Fjölskyldulíf þitt gert hamingjuríkt, Sannur friður og öryggi — hvernig? og Öryggi um allan heim undir stjórn Friðarhöfðingjans.
◼ Með þessu tölublaði Ríkisþjónustu okkar fylgir viðauki með „Námsskrá Boðunarskólans 2005“ sem halda á til haga fyrir næsta ár.
◼ Söfnuðir geta pantað árbók Votta Jehóva fyrir árið 2005 á ritapöntunareyðublaðinu í nóvember. Listi með tungumálum, sem bókin verður fáanleg á, verður birtur í bréfinu „Tilkynning til allra safnaða“ sem er sent út reglulega.