Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 11.04 bls. 2
  • Þjónustusamkomur

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Þjónustusamkomur
  • Ríkisþjónusta okkar – 2004
  • Millifyrirsagnir
  • Vikan sem hefst 8. nóvember
Ríkisþjónusta okkar – 2004
km 11.04 bls. 2

Þjónustusamkomur

Vikan sem hefst 8. nóvember

Söngur 180

10 mín.: Staðbundnar og valdar tilkynningar úr Ríkisþjónustu okkar. Sérstaka átakinu við að dreifa bæklingnum Haltu vöku þinni! lýkur 14. nóvember. Það sem eftir er af nóvember verður bókin Lærum af kennaranum mikla ritatilboðið. Minnist stuttlega á kynningarnar í rammagreininni á bls. 3 og sviðsetjið eina þeirra.

15 mín.: Höfum sem mest gagn af þjónustusamkomunni. Umræður við áheyrendur byggðar á bókinni Organized to Accomplish Our Ministry, bls. 71-72. Á hvaða fimm sviðum hjálpar þjónustusamkoman okkur að verða betri boðberar? Nefnið dæmi úr dagskrá mánaðarins. Hvaða gagn höfum við af því að undirbúa okkur fyrir samkomuna? Hvers vegna ættum við að mæta reglulega? Hvaða biblíulegu fyrirmynd höfum við um þessa samkomu?

20 mín.: „Sýndu kappsemi.“a Takið með efni úr Varðturninum 1. mars 2000, bls. 26-27.

Söngur 19 og lokabæn.

Vikan sem hefst 15. nóvember

Söngur 170

10 mín.: Staðbundnar tilkynningar. Sviðsetjið síðustu tillöguna á bls. 4. Á næstu þjónustusamkomu verður dagskrá sérstaka mótsdagsins rifjuð upp með þátttöku áheyrenda. Hvetjið alla til að undirbúa sig fyrir upprifjunina með því að fara yfir minnispunkta sína frá mótinu með hliðsjón af spurningunum á bls. 6 í Ríkisþjónustu okkar í ágúst 2004.

15 mín.: Hefurðu kynnst ánægjunni sem fylgir því að gefa? Ræða byggð á Varðturninum á ensku 1. nóvember 2004, bls. 19-23.

20 mín.: Notið nýja bæklinginn til að glæða áhugann og fylgja honum eftir. Ræða með þátttöku áheyrenda í umsjón starfshirðis. Við ættum að fylgja áhuganum eftir og fara aftur til allra sem þáðu eintak af bæklingnum Haltu vöku þinni! Notið efnisyfirlitið á bls. 2 og farið stuttlega yfir innihald bæklingsins með því að beina athyglinni að skyggðu textunum (þeir eru skráðir með grönnu letri undir feitletruðu fyrirsögnunum). Hægt er að nota þessa texta til að taka upp þráðinn á ný í endurheimsóknum og eiga stutt og innihaldsrík samtöl við húsráðanda. Ef rætt var um textann á bls. 3-4 í fyrstu heimsókn er næst hægt að ræða um skyggða textann, „Er Guði annt um okkur?“, á bls. 5. Fjallið um hvernig það er hægt. Rennið yfir aðra skyggða texta, eins og textana á bls. 6-8, 17-18 eða aðra sem henta á svæðinu. Sýnið hvernig boðberi notar einn af textunum í endurheimsókn. Hann ætti að lesa og fjalla um einn ritningarstað eða fleiri sem vísað er til. Boðberinn lýkur kynningunni á því að vekja athygli húsráðanda á skyggðum texta sem þeir ætla að ræða um í næstu heimsókn.

Söngur 66 og lokabæn.

Vikan sem hefst 22. nóvember

Söngur 199

10 mín.: Staðbundnar tilkynningar og reikningshaldsskýrslan.

15 mín.: „Upprifjun sérstaka mótsdagsins.“ Í umsjón öldungs. Umræður með þátttöku áheyrenda byggðar á samnefndri grein í Ríkisþjónustu okkar í ágúst 2004, bls. 6. Hafið inngangsorðin ekki lengri en eina mínútu og fjallið síðan um dagskrá mótsins með hjálp spurninganna í greininni. Gætið þess að tími gefist til að ræða um allar spurningarnar, til dæmis með því að leyfa ekki nema eitt svar við sumum þeirra. Ekki er hægt að lesa alla ritningarstaðina sem vísað er til. Boðberar geta hins vegar notað þá til að auðvelda sér að finna svörin en þau ættu að draga fram gagnið af því efni sem fram kom á mótinu.

20 mín.: Að hefja biblíunámskeið með þeim sem þáðu nýja bæklinginn. Ræða með þátttöku áheyrenda í umsjón starfshirðis. Rifjið stuttlega upp endurheimsóknina sem sviðsett var á síðustu þjónustusamkomu og minnist sérstaklega á skyggða textann sem bent var á í lok heimsóknarinnar. Látið sama boðbera (ef mögulegt er) sýna hvernig hann nýtir sér skyggða textann í næstu heimsókn. Hann notar síðan baksíðu bæklingsins til að bjóða húsráðanda biblíunámskeið og þeir ákveða að næst skuli þeir fara yfir 1. kaflann í Kröfubæklingnum. Hvetjið alla til að einbeita sér að því að hefja biblíunámskeið með þeim sem þáðu eintak af bæklingnum Haltu vöku þinni!

Söngur 58 og lokabæn.

Vikan sem hefst 29. nóvember

Söngur 23

10 mín.: Staðbundnar tilkynningar. Minnið boðbera á að skila starfsskýrslum fyrir nóvember. Notið tillögurnar á bls. 4 og sýnið hvernig bjóða má Varðturninn 1. desember og Vaknið! október-desember. Nota má aðrar tillögur sem henta svæðinu.

10 mín.: Spurningakassinn. Ræða í umsjón öldungs.

25 mín.: „Árangursrík biblíunámskeið — 3. hluti.“b Notið námsspurningarnar. Eftir að farið hefur verið yfir grein 3 skal sviðsetja stutta sýnikennslu sem sýnir hvernig boðberi heldur biblíunámskeið með því að nota Kröfubæklinginn, 5. kafla, grein 1. Búið er að lesa greinina og spurningunum hefur verið svarað. Boðberinn og nemandinn lesa og ræða Jesaja 45:18 og Prédikarann 1:4. Boðberinn spyr nemandann einfaldra spurninga til að fá hann til að útskýra hvernig ritningarstaðirnir, sem þeir eru að ræða um, tengjast efninu.

Söngur 178 og lokabæn.

Vikan sem hefst 6. desember

Söngur 96

10 mín.: Staðbundnar tilkynningar. Rifjið upp ritatilboðið fyrir desember. Látið boðbera sviðsetja eina eða tvær kynningartillögur sem sýna hvernig hægt er að bjóða bókina Mesta mikilmenni sem lifað hefur.

20 mín.: „Getur þú rétt hjálparhönd.“c Takið tali einn eða tvo boðbera sem eru þakklátir fyrir þá aðstoð og hvatningu sem aðrir hafa veitt þeim.

15 mín.: Frásögur af safnaðarsvæðinu. Bjóðið áheyrendum að segja frá því hvernig gengið hefur að fylgja áhuganum eftir hjá þeim sem tóku við bæklingnum Haltu vöku þinni! Biðjið boðbera fyrir fram um að sviðsetja einstök dæmi. Hrósið öllum fyrir þátttöku þeirra í sérstaka átakinu.

Söngur 101 og lokabæn.

[Neðanmáls]

a Hafið inngangsorðin skemmri en eina mínútu og farið yfir greinina með spurningum og svörum.

b Hafið inngangsorðin skemmri en eina mínútu og farið yfir greinina með spurningum og svörum.

c Hafið inngangsorðin skemmri en eina mínútu og farið yfir greinina með spurningum og svörum.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila