Þín er þörf
„Þakka ykkur fyrir allt sem þið gerið fyrir okkur. Það er afar mikils virði.“ Þessi orð lýsa vel hversu þakklát við erum fyrir öldungana og safnaðarþjónanna. Þjónum Guðs heldur áfram að fjölga og þess vegna er alltaf þörf fyrir þroskaða karlmenn til að þjóna í næstum 100.000 söfnuðum um allan heim. Ef þú ert skírður bróðir er hjálpar þinnar þörf.
2 Að ,sækjast eftir‘ þjónustuverkefnum: Hvernig geturðu sóst eftir fleiri þjónustuverkefnum? (1. Tím. 3:1) Aðallega með því að vera til fyrirmyndar á öllum sviðum lífsins. (1. Tím. 4:12; Tít. 2:6-8; 1. Pét. 5:3) Taktu fullan þátt í boðunarstarfinu og hjálpaðu öðrum að gera það líka. (2. Tím. 4:5) Láttu þér einlæglega umhugað um velferð trúsystkina þinna. (Rómv. 12:13) Vertu iðinn við nám í orði Guðs og taktu framförum í að kenna. (Tít. 1:9; 1. Tím. 4:13) Sinntu vel þeim verkefnum sem öldungarnir fela þér. (1. Tím. 3:10) Ef þú ert fjölskyldufaðir skaltu ,veita heimili þínu góða forstöðu‘. — 1. Tím. 3:4, 5, 12.
3 Að vera öldungur eða þjónn í söfnuðinum kostar mikla vinnu og útheimtir fórnfýsi. (1. Tím. 5:17) Þegar þú sækist eftir þjónustuverkefnum skaltu þess vegna einbeita þér að því að þjóna öðrum af auðmýkt. (Matt. 20:25-28; Jóh. 13:3-5, 12-17) Veltu fyrir þér hugarfari Tímóteusar og leitastu við að líkja eftir honum. (Fil. 2:20-22) Leggðu þig fram um að geta þér gott orð með góðri hegðun líkt og hann. (Post. 16:1, 2) ,Framför þín verður öllum augljós‘ þegar þú þroskar með þér þá andlegu eiginleika sem þarf til að bera aukna ábyrgð og ferð eftir öllum ráðleggingum sem hjálpa þér að gera betur. — 1. Tím. 4:15.
4 Foreldrar, kennið börnunum að vera hjálpsöm: Börn geta lært að vera hjálpsöm frá því að þau eru mjög ung. Kenndu þeim að prédika, fylgjast með á samkomum og hegða sér vel í ríkissalnum og í skólanum. Kenndu þeim líka að þjóna öðrum. Þau gætu til dæmis hjálpað öldruðum og tekið þátt í að þrífa ríkissalinn. Leyfðu þeim að upplifa gleðina sem fylgir því að gefa. (Post. 20:35) Slík kennsla getur stuðlað að því að þau verði brautryðjendur, safnaðarþjónar og öldungar framtíðarinnar.