Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 12.04 bls. 2
  • Þjónustusamkomur

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Þjónustusamkomur
  • Ríkisþjónusta okkar – 2004
  • Millifyrirsagnir
  • Vikan sem hefst 13. desember
  • Vikan sem hefst 20. desember
  • Vikan sem hefst 27. desember
  • Vikan sem hefst 3. janúar
Ríkisþjónusta okkar – 2004
km 12.04 bls. 2

Þjónustusamkomur

Vikan sem hefst 13. desember

Söngur 47

10 mín.: Staðbundnar og valdar tilkynningar úr Ríkisþjónustu okkar. Hvetjið alla til að horfa á myndbandið No Blood — Medicine Meets the Challenge (Læknismeðferð án blóðgjafar — þörfinni svarað) til þess að undirbúa sig fyrir umræðurnar í næstu viku. Nefnið hvaða samansafnanir fyrir boðunarstarfið eru á dagskrá yfir hátíðirnar. Sviðsetjið tillöguna neðst á bls. 8. Sýnið hvernig hægt er að bregðast við samræðutálmanum „Ég þekki vel starf ykkar“. — Sjá Biblíusamræðubæklinginn bls. 12.

15 mín.: „Þín er þörf“a Eigið stutt viðtal við öldung. Spyrjið hvað hafi hvatt hann hann til að sækjast eftir að þjóna í söfnuðinum og hvernig hann hafi náð að uppfylla skilyrðin.

20 mín.: „Hvernig getum við vitnað fyrir ættingjum?“b Notið námsspurningarnar. Biðjið áheyrendur um að segja frá hvernig þeim hafi tekist að vekja áhuga ættingja og vitna fyrir þeim.

Söngur 17 og lokabæn.

Vikan sem hefst 20. desember

Söngur 68

5 mín.: Staðbundnar tilkynningar.

15 mín.: „Gagnið af Boðunarskólanum.“ Ræða skólahirðis. Takið með efni úr viðauka Ríkisþjónustu okkar í október 2004. Biðjið fyrir fram einn eða tvo að segja frá hvernig þeir hafi gagn af skólanum.

25 mín.: „Nýttu þér myndbandið No Blood — Medicine Meets the Challenge“. Umræður við áheyrendur um myndbandið. Notið spurningarnar á bls. 6. Lesið því næst síðustu efnisgreinina. Hvetjið alla til að vera viðstadda í næstu viku þegar við ræðum um nýtt hjálpargagn til að við getum haldið okkur frá blóði.

Söngur 50 og lokabæn.

Vikan sem hefst 27. desember

Söngur 36

10 mín.: Staðbundnar tilkynningar og reikningshaldsskýrslan. Minnið boðbera á að skila skýrslum fyrir desember. Notið tillögurnar á bls. 6 og sýnið hvernig bjóða má Varðturninn 1. janúar og Vaknið! janúar-mars.

25 mín.: Hlýðum fyrirmælum Guðs um að halda okkur frá blóði. Ræða öldungs eftir handriti sem deildarskrifstofan sendir. Nefnið í byrjun að ekki eigi að útfylla yfirlýsingu og umboð vegna læknismeðferðar í kvöld. Ræðumaðurinn má bæta við stuttum skýringum til að hnykkja á aðalatriðum þegar hann les handritið en hann ætti ekki að bæta við dæmum eða ritningarstöðum. Eftir því sem tími leyfir má hann lesa eða vitna í þá ritningarstaði sem vísað er til. Á viðeigandi stöðum má vekja athygli á efni í rammagreininni „Nýtt hjálpargagn til að við getum haldið okkur frá blóði“. Ritarinn ætti að láta alla skírða boðbera fá eintak af yfirlýsingunni ásamt leiðbeiningum um útfyllingu hennar þannig að þeir geti fylgst með þessum dagskrárlið. Ritarinn skal gæta þess að hafa handbært nóg af Nafnskírteinum.

10 mín.: Samviska þín skiptir máli. Ræða öldungs út frá Varðturninum 1. ágúst 2004, bls. 27-28, gr. 16-19. Leggið áherslu á að ákvarðanir, sem við þurfum að taka um samviskuspurningar, séu alvarlegar þar sem þær snerta samband okkar við Jehóva.

Söngur 8 og lokabæn.

Vikan sem hefst 3. janúar

Söngur 27

5 mín.: Staðbundnar tilkynningar. Minnið á ritatilboðið í janúar.

15 mín.: „Árangursrík biblíunámskeið — 4. hluti.“ Byggið innganginn á 1. tölugrein en hafið hann skemmri en eina mínútu. Hafið því næst 5 mínútna sýnikennslu, byggða á greinum 2-3, þar sem boðberi hjálpar nemanda að undirbúa sig fyrir námið. Notið annaðhvort grein úr Kröfubæklingnum eða Þekkingarbókinni. Farið síðan yfir greinar 2-5 með spurningum og svörum og leggið áherslu á lykilatriði í sýnikennslunni.

25 mín.: Vottar Jehóva — Hverjir eru þeir? Hverju trúa þeir? Umræður við áheyrendur og sýnikennsla. Skoðið bæklinginn og ræðið hvernig hægt sé að nota hann til að fræða aðra um okkur og starf okkar. Hann segir frá hver við erum (bls. 3-5); beinir athyglinni að nútímasögu okkar og starfsemi (bls. 6-11); skilgreinir hverju við trúum og hvernig það aðgreinir okkur frá öðrum trúarhópum (bls. 12-14); útskýrir fagnaðarerindið og hvernig við komum því á framfæri við aðra (bls. 15-21); sýnir fram á hvernig starf okkar er samfélaginu til góðs (bls. 22-4); varpar ljósi á hve umfangsmikið starf okkar er á heimsvísu (bls. 25-26); og svarar spurningum sem áhugasamt fólk ber gjarnan fram (bls. 27-31). Sýnið hvernig boðberi notar bæklinginn til að svara einni af spurningunum á bls. 29 sem forvitinn húsráðandi spyr. Hann lýkur samtalinu með því að ítreka boðið sem er á baksíðu bæklingsins. Hvetjið alla til að nota bæklinginn til að fræða ættingja, sem eru ekki í trúnni, um okkur, til að kveika áhuga í endurheimsóknum, og til að leiða biblíunemendur til safnaðarins.

Söngur 79 og lokabæn.

[Neðanmáls]

a Hafið inngangsorðin skemmri en eina mínútu og farið yfir greinina með spurningum og svörum.

b Hafið inngangsorðin skemmri en eina mínútu og farið yfir greinina með spurningum og svörum.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila