Tilkynningar
◼ Ritatilboðið í desember: Mesta mikilmenni sem lifað hefur. Einnig mætti bjóða Biblíusögubókina mína eða Þú getur lifað að eilífu í paradís á jörð. Janúar: Fjölskyldulíf þitt gert hamingjuríkt, Sannur friður og öryggi — hvernig? og Öryggi um allan heim undir stjórn Friðarhöfðingjans. Febrúar: Nálægðu þig Jehóva. Mars: Haltu vöku þinni! Ef áhugi er fyrir hendi má bjóða Þekkingarbókina með það fyrir augum að hefja biblíunámskeið.
◼ Minningarhátíðin árið 2006 verður haldin eftir sólsetur miðvikudaginn 12. apríl. Þessi langi fyrirvari ætti að auðvelda söfnuðum, sem nota sama ríkissal og þurfa að verða sér úti um önnur salarkynni, að tryggja sér viðeigandi húsnæði í tíma. Öldungarnir ættu að semja við rekstrarstjórn leigusalarins um að ekki verði truflun af völdum annarrar starfsemi í húsinu svo að minningarhátíðin geti farið friðsamlega og skipulega fram.
◼ Vegna þess hve minningarhátíðin er þýðingarmikil ætti öldungaráðið að velja einn af hæfari öldungunum til að flytja ræðuna í stað þess að skiptast einfaldlega á um að flytja hana eða nota sama bróðurinn ár eftir ár. Öldungur af hinum smurðu ætti að flytja ræðuna ef hann er til staðar og er fær um það.
◼ Í vikunni, sem hefst 27. júní 2005, verður byrjað að fara yfir bókina Gefðu gaum að spádómi Daníelsbókar í safnaðarbóknáminu.