Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 2.05 bls. 6
  • Árangursrík biblíunámskeið

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Árangursrík biblíunámskeið
  • Ríkisþjónusta okkar – 2005
  • Svipað efni
  • Árangursrík biblíunámskeið
    Ríkisþjónusta okkar – 2005
  • Að stjórna heimabiblíunámi
    Ríkisþjónusta okkar – 1993
  • Hvernig getum við hjálpað biblíunemendum til skírnar? – síðari hluti
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2020
  • Hvernig getum við hjálpað biblíunemendum til skírnar? – fyrri hluti
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2020
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2005
km 2.05 bls. 6

Árangursrík biblíunámskeið

6. hluti: Þegar nemandi spyr spurninga

1 Þegar búið er að koma biblíunámskeiði af stað er yfirleitt betra að fara skipulega yfir efnið en að flakka milli efnisatriða. Það hjálpar nemandanum að öðlast nákvæma þekkingu og taka framförum í trúnni. (Kól. 1:9, 10) En það gerist oft að nemendur spyrja spurninga um margvísleg málefni meðan á námsstund stendur. Hvernig er best að svara þeim?

2 Vertu skarpskyggn: Spurningum, sem vakna og tengjast efninu, er yfirleitt hægt að svara um leið og þær koma upp. Ef fjallað er um spurninguna seinna í námsefninu nægir að benda á að henni verði svarað síðar. En ef spurningin tengist ekki námsefninu eða krefst rannsóknar til að hægt sé að svara henni á viðunandi hátt er ef til vill betra að ræða málið eftir námsstundina eða við annað tækifæri. Sumum boðberum finnst gott að skrifa spurninguna niður. Þannig fullvissa þeir nemandann um að spurningin hafi verið tekin alvarlega og koma um leið í veg fyrir að námsefnið, sem til umfjöllunar er, missi marks.

3 Ýmsar biblíukenningar eru aðeins teknar lauslega fyrir í aðalnámsbókum okkar. Hvað ef nemandanum finnst erfitt að viðurkenna ákveðna kenningu eða rígheldur í falskenningu? Gagnlegt getur verið að taka fyrir aukaefni sem fjallar ítarlega um hvað Biblían segir um málið. Ef nemandinn lætur samt ekki sannfærast er gott að geyma spurninguna til betri tíma og halda áfram með námsefnið. (Jóh. 16:12) Þegar hann öðlast meiri þekkingu á Biblíunni og tekur framförum í trúnni gæti hann sannfærst um þá biblíukenningu.

4 Vertu hæverskur: Ef þú ert ekki með svar við spurningu á reiðum höndum skaltu ekki láta freistast til að giska á það. (2. Tím. 2:15; 1. Pét. 4:11) Segðu að þú munir kanna málið og svara síðar. Þú gætir jafnvel notað tækifærið til að kenna nemandanum að leita svara. Sýndu honum smám saman hvernig hann getur notað hin ýmsu hjálpargögn sem söfnuður Jehóva sér okkur fyrir. Þá mun hann um síðir vera fær um að leita svara við eigin spurningum. — Post. 17:11.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila