Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 9.05 bls. 2
  • Þjónustusamkomur

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Þjónustusamkomur
  • Ríkisþjónusta okkar – 2005
  • Millifyrirsagnir
  • Vikan sem hefst 12. september
  • Vikan sem hefst 19. september
  • Vikan sem hefst 26. september
  • Vikan sem hefst 3. október
Ríkisþjónusta okkar – 2005
km 9.05 bls. 2

Þjónustusamkomur

Vikan sem hefst 12. september

Söngur 29

10 mín.: Staðbundnar og valdar tilkynningar úr Ríkisþjónustu okkar. Farið yfir rammagreinina „Ritháttur ártala“ á bls. 7.

20 mín.: „Notum tímann skynsamlega“a Biðjið áheyrendur um að segja frá hvernig þeir hafa tekið frá tíma daglega til að lesa í Biblíunni. Hvetjið fjölskyldur til að nota viðaukann í Ríkisþjónustu okkar í maí 2005 til að búa til dagskrá fyrir safnaðarlífið og andlegu málin.

15 mín.: „Árangursrík biblíunámskeið“.b Umræður við áheyrendur byggðar á 1. og 2. hluta í viðaukanum. Einnig má nota Ríkisþjónustu okkar í ágúst 2004, bls. 1. Hvers vegna er mikilvægt að undirbúa sig vel í hvert sinn sem maður heldur biblíunámskeið? Hvað felur það í sér? Biðjið áheyrendur um að segja frá hvernig þeir hafa heimfært ráðin. Farið að lokum yfir skyggða rammann efst á forsíðu viðaukans.

Söngur 110 og lokabæn.

Vikan sem hefst 19. september

Söngur 168

10 mín.: Staðbundnar tilkynningar. Farið yfir aðalatriði bréfsins frá deildarskrifstofunni sem er á forsíðu Ríkisþjónustu okkar.

20 mín.: Hvernig stóðum við okkur á síðasta þjónustuári? Starfshirðir fer yfir nýliðið þjónustuár og beinir athyglinni að því sem vel hefur tekist í boðunarstarfinu. Veitið viðeigandi hrós. Nefnið eitt eða tvennt sem söfnuðurinn getur lagt áherslu á næsta þjónustuár. Beinið athyglinni að starfi brautryðjenda og hrósið þeim fyrir kostgæfni þeirra. Segið frá góðum árangri sem hefur náðst við að aðstoða óvirka.

15 mín.: „Uppbyggið hvert annað.“* Biðjið áheyrendur um að segja frá hvernig þeir hafa notið góðs af umhyggju annarra í sinn garð.

Söngur 199 og lokabæn.

Vikan sem hefst 26. september

Söngur 122

10 mín.: Staðbundnar tilkynningar. Lesið reikningshaldsskýrsluna og staðfestingu á framlögum sem hafa verið send. Minnið boðbera á að skila skýrslum um starfið í september.

15 mín.: Staðbundnar þarfir.

20 mín.: Notið blöðin til að boða fagnaðarerindið. Við bjóðum Varðturninn og Vaknið! í október. Byrjið ræðuna á stuttri umfjöllun um efnið í Ríkisþjónustu okkar í febrúar 2005, bls. 8, gr. 3-6: (1) Bjóddu blöðin saman. (2) Taktu frá einn dag í viku fyrir blaðastarfið. (3) Settu þér markmið að dreifa ákveðnum fjölda blaða á mánuði. (4) Notaðu öll hentug tækifæri til að bjóða blöðin. (5) Nýttu eldri tölublöð. Heimfærið efnið upp á aðstæður á svæðinu. Notið síðan tillögurnar á bls. 8 eða aðrar tillögur og sýnið hvernig bjóða má Varðturninn 1. október og Vaknið! október-desember. Beinið einnig athyglinni að öðru efni í blöðunum en forsíðugreinunum. Sumt af því gæti vakið athygli fólks á svæðinu. Sýnið hvernig hægt er að bjóða blöðin með því að nota þannig efni. Bendið á góða þætti kynningarinnar eftir hvert sýnidæmi.

Söngur 3 og lokabæn

Vikan sem hefst 3. október

Söngur 54

5 mín.: Staðbundnar tilkynningar.

20 mín.: „Hjálpum öðrum að verða ‚af hjarta hlýðnir‘.“c Biðjið áheyrendur að skýra ritningarstaði, sem vísað er til, eftir því sem tími leyfir.

20 mín.: Við gleðjum hjarta Jehóva. (Orðskv. 27:11) Eigið viðtal við tvo eða þrjá gamalreynda og trúfasta þjóna Jehóva. Biðjið hvern þeirra að segja frá einu eða tvennu sem hefur auðveldað þeim að vera Jehóva trúfastir. Þar mætti nefna að vera iðinn við biblíunám, sækja samkomur reglulega, eiga félagsskap við trúsystkini, taka fullan þátt í boðunarstarfinu, biðja innilegra bæna og forðast óheilnæma afþreyingu. Hvernig hefur reynt á trúfesti þeirra og hvernig tókst þeim að standast þær prófraunir? Hvernig hafa þeir hlotið umbun fyrir hlýðni sína?

Söngur 170 og lokabæn.

[Neðanmáls]

a Hafið inngangsorðin skemmri en eina mínútu og farið yfir greinina með spurningum og svörum.

b Hafið inngangsorðin skemmri en eina mínútu og farið yfir greinina með spurningum og svörum.

c Hafið inngangsorðin skemmri en eina mínútu og farið yfir greinina með spurningum og svörum.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila