Hvað geturðu sagt um blöðin?
Varðturninn 1. mars
„Öll þurfum við á peningum að halda til að geta lifað. En ertu ekki sammála því að við þurfum að vara okkur á þeirri hættu sem talað er um hér? [Lestu 1. Tímóteusarbréf 6:10 og gefðu kost á svari.] Þetta tölublað Varðturnsins vekur athygli á algengum tálgryfjum sem fylgja efnislegri velmegun og bendir á hvernig sé hægt að forðast þær.“
Vaknið! janúar-mars
„Veltirðu stundum fyrir þér hvernig heimurinn verði eftir 20 eða 30 ár? [Gefðu kost á svari. Lestu síðan Sálm 119:105.] Biblían varpar ljósi á veginn fram undan svo að við getum séð hvað bíður okkar í framtíðinni. Þetta tímarit fjallar um spádóma sem sýna hvar við erum stödd í tímans rás og hvers vegna við getum vænst bjartrar framtíðar.“
Vaknið! janúar-mars
„Margir halda að Biblían ýti undir kynjamisrétti. Heldur þú að Biblían mismuni körlum og konum? [Gefðu kost á svari. Lestu síðan Galatabréfið 3:28.] Í þessu blaði eru rakin nokkur dæmi sem sýna hvernig Biblían hefur alltaf staðið vörð um réttindi kvenna og einnig hve vel hún talar um konur.“