Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 6.06 bls. 2
  • Þjónustusamkomur

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Þjónustusamkomur
  • Ríkisþjónusta okkar – 2006
  • Millifyrirsagnir
  • Vikan sem hefst 12. júní
  • Vikan sem hefst 19. júní
  • Vikan sem hefst 26. júní
  • Vikan sem hefst 3. júlí
Ríkisþjónusta okkar – 2006
km 6.06 bls. 2

Þjónustusamkomur

Vikan sem hefst 12. júní

Söngur 218

10 mín.: Staðbundnar tilkynningar.

20 mín.: „Þjónusta okkar endurspeglar umhyggju.“* Biðjið áheyrendur um að skýra ritningarstaði sem vísað er í eins og tíminn leyfir.

15 mín.: Treystum ‚trúa og hyggna þjóninum‘. Ræða og umræður við áheyrendur byggðar á kafla 3 í bókinni Söfnuður sem er skipulagður til að gera vilja Jehóva sem finna má í viðauka Ríkisþjónustunnar í maí 2006.

Söngur 47 og lokabæn.

Vikan sem hefst 19. júní

Söngur 21

10 mín.: Staðbundnar tilkynningar og valdar tilkynningar úr Ríkisþjónustunni.

20 mín.: Hversu fagurt er orð í tíma talað. Ræða og umræður við áheyrendur byggðar á grein í Varðturninum 1. janúar 2006 á ensku, bls. 16-19. Byrjið á inngangsræðu um gildi þess að hrósa öðrum eins og fram kemur í fjórum liðum í greininni undir millifyrirsögninni „Postive Effects“. Biðjið síðan áheyrendur um að tjá sig um eftirfarandi spurningar: Hver á mest skilið að fá lof? Hvers vegna eiga trúsystkini okkar skilið að fá viðeigandi hrós? Hvaða tækifæri gefast til að hrósa í söfnuðinum? Hvers vegna leiðir það gott af sér að hrósa öðrum í fjölskyldunni, og hvernig getum við gert það? Hvaða áhrif hefur það haft á þig að fá hrós og hvatningu?

15 mín.: „Sýnum persónulegan áhuga með því að hrósa.“* Hafið stutta sýnikennslu þar sem boðberi hlustar með athygli á húsráðanda, hrósar honum af einlægni og heldur síðan umræðunum áfram með því að lesa ritningarstað sem tengist því sem húsráðandi var að segja.

Söngur 96 og lokabæn.

Vikan sem hefst 26. júní

Söngur 63

15 mín.: Staðbundnar tilkynningar. Lesið reikningshaldsskýrsluna og staðfestingu á framlögum sem hafa verið send. Notið tillögurnar á bls. 4 eða aðrar tillögur og sýnið hvernig bjóða má Varðturninn 1. júlí og Vaknið! júlí - september. Endið báðar kynningarnar með því að boðberinn ber fram spurningu sem vekur húsráðanda til umhugsunar og boðberinn getur svarað í næstu heimsókn með hjálp bókarinnar Hvað kennir Biblían?

15 mín.: Starf á einangruðum svæðum. Ræða með þátttöku áheyrenda. Hvetjið boðbera til að nota hluta af sumarleyfinu til að starfa á einangruðum eða lítt yfirförnum svæðum. Svæði er hægt að fá á deildarskrifstofunni. Bjóðið áheyrendum að segja frá ánægjulegri reynslu sinni af sveitastarfinu og hvernig þeir hafa fylgt áhuganum eftir með því að nota símann. Nota má efni úr Ríkisþjónustunni í júlí 2001, bls. 4, greinar 4 og 5.

15 mín.: Boðið fagnaðarerindið í júlí. Hvaða umræðuefni vekja áhuga fólks á þínu svæði? Ræðið við tvo boðbera sem hafa notað bókina Hvað kennir Biblían? með góðum árangri og ef til vill hafið biblíunámskeið. Sviðsetjið síðan hvernig bjóða má bókina í starfinu hús úr húsi og notið tillögu sem hefur reynst vel á safnaðarsvæðinu. — Sjá Ríkisþjónustuna í janúar 2005 bls. 8, gr. 5.

Söngur 208 og lokabæn.

Vikan sem hefst 3. júlí

Söngur 111

10 mín.: Staðbundnar tilkynningar. Minnið boðbera á að skila skýrslum um starfið í júní ef þeir hafa ekki þegar gert það.

15 mín.: Staðbundnar þarfir.

20 mín.: „Hvernig geturðu náð andlegum markmiðum þínum?“* Biðjið unga fólkið í söfnuðinum að segja frá andlegum markmiðum sem það hefur og hvað það sé að gera til að ná þeim. Undirbúa má einn eða tvo fyrirfram.

Söngur 30 og lokabæn.

*Hafið inngangsorðin skemmri en eina mínútu og farið yfir greinina með spurningum og svörum.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila