Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 8.06 bls. 12
  • Dagskrá sérstaka mótsdagsins

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Dagskrá sérstaka mótsdagsins
  • Ríkisþjónusta okkar – 2006
  • Svipað efni
  • ,Matur á réttum tíma‘
    Ríkisþjónusta okkar – 2010
  • Dagskrá sérstaka mótsdagsins á næsta þjónustuári
    Ríkisþjónusta okkar – 2009
  • Ný dagskrá sérstaka mótsdagsins
    Ríkisþjónusta okkar – 1996
  • Dagskrá sérstaka mótsdagsins
    Ríkisþjónusta okkar – 1994
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2006
km 8.06 bls. 12

Dagskrá sérstaka mótsdagsins

Hinir frumkristnu útbreiddu fagnaðarerindið af miklu kappi eins víða og hægt var og fengu til þess kraft heilags anda. (Post. 1:8; Kól. 1:23) Stef sérstaka mótsdagsins á þjónustuárinu 2007 er: „Gefðu þig allan að boðun orðsins.“ Dagskrá mótsins mun hjálpa okkur að líkja eftir frábæru fordæmi hinna frumkristnu. — Post. 18:5.

Davíð konungur sagði um orð Guðs: „Vitnisburður Drottins er áreiðanlegur, gjörir hinn fávísa vitran.“ (Sálm. 19:8) Dagskrá sérstaka mótsdagsins 2007 mun benda á hvað Biblían er einstök „til leiðréttingar“ og hvetja okkur til að nota orð Guðs til að prédika og kenna því að mikið liggur við. (2. Tím. 3:16, 17) Við fáum líka að vita hvernig við getum forðast tálgryfjur og notið gagns af því að fylgja meginreglum Biblíunnar í hinu daglega lífi. Dagskráin mun einnig auðvelda okkur að nota orð Guðs til að hjálpa ungu fólki og nýjum að taka framförum í trúnni. Við skulum öll vera mætt þegar dagskráin hefst og hlusta af athygli. Skrifum hjá okkur minnispunkta. Við skulum sýna þakklæti okkar fyrir þær leiðbeiningar sem við fáum á mótinu og hugleiða hvernig við getum nýtt okkur það sem við lærum.

Dagskrá sérstaka mótsdagsins mun gera okkur þakklátari fyrir orð Guðs og hvetja okkur til að halda áfram að boða fagnaðarerindið af kappi og sýna okkur hvernig við getum hjálpað öðrum að gera slíkt hið sama. Verum staðráðin í því að missa ekki af neinu sem Jehóva vill miðla okkur og kenna á þessu móti. — Jes. 30:20b, 21.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila