Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 10.94 bls. 7
  • Dagskrá sérstaka mótsdagsins

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Dagskrá sérstaka mótsdagsins
  • Ríkisþjónusta okkar – 1994
  • Svipað efni
  • Dagskrá sérstaka mótsdagsins á næsta þjónustuári
    Ríkisþjónusta okkar – 2009
  • Ný dagskrá sérstaka mótsdagsins
    Ríkisþjónusta okkar – 1997
  • Ný dagskrá sérstaka mótsdagsins
    Ríkisþjónusta okkar – 1998
  • Dagskrá sérstaka mótsdagsins
    Ríkisþjónusta okkar – 2006
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1994
km 10.94 bls. 7

Dagskrá sérstaka mótsdagsins

1 Dagskrá sérstaka mótsdagsins okkar hinn 7. nóvember næstkomandi í íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi mun snúast um stefið „Höldum áfram að bera vitni um sannleikann.“ Gervöll dagskráin mun beinast að því fordæmi sem Jesús gaf okkur og hvernig hann notfærði sér hvert tækifæri til að segja öðrum frá sannleikanum. Hún mun undirstrika þá ábyrgð okkar sem lærisveinar Krists að vera eftirbreytendur hans í að bera vitni um sannleikann. — 1. Kor. 11:1.

2 Fjallað verður um það hlutverk sem söfnuðurinn gegnir í að koma sannleikanum á framfæri og í hverju það birtist að söfnuðurinn sé „stólpi og grundvöllur sannleikans.“ (1. Tím. 3:15) Einnig verður lögð áhersla á að nota vel blöðin okkar og önnur rit.

3 Sannleikurinn hefur uppbyggjandi og góð áhrif á okkur á marga vegu. Fjallað verður um fjóra meginþætti þeirra blessana sem þeir njóta sem elska sannleikann og leggja sig einlæglega fram við að framganga og lifa í honum.

4 Aðalræðan, sem flutt verður eftir hádegi, ber stefið „Hverju það kemur til leiðar að bera vitni um sannleikann.“ (Jóh. 8:32) Dagskrá þessa sérstaka mótsdags í nóvember mun vissulega láta okkur meta sannleikann enn betur að verðleikum og hjálpa okkur öllum að vera staðföst og óbifanleg í sannleikanum. — 2. Pét. 1:12; 1. Kor. 15:58.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila