Ný dagskrá sérstaka mótsdagsins
Sérstaki mótsdagurinn var fyrst haldinn árið 1987. Þessi eins dags mót hafa reynst uppbyggjandi fyrir þjóna Jehóva og áhugasamt fólk sem mætir. Gerð hefur verið ný dagskrá fyrir sérstaka mótsdaginn þjónustuárið 1999. Það verður andlega þroskandi að hlusta á ræðurnar níu og hin fjölmörgu viðtöl og reynslufrásögur.
„Sýndu að þú kunnir að meta borð Jehóva“ er stef dagskrárinnar. (Jes. 65:14; 1. Kor. 10:21) Hún styrkir þann ásetning okkar að láta tilbeiðsluna á Jehóva skipa fremstan sess í lífi okkar. (Sálm. 27:4) Ræða farandhirðisins fjallar um efnið „Rannsökum tilhneigingar hjartans“ gagnvart samkomusókn. Ein ræðan bendir á hvernig við getum ‚viðhaldið andlegu hugarfari með því að nærast við borð Jehóva.‘ Unga fólkið í skipulagi Jehóva fær einnig raunhæfa hvatningu til að vera staðfast í þjónustu hans. Aðalræðan nefnist „Styrkt andlega til að bera djarflega vitni“ og sýnir fram á hvernig ráðstafanirnar, sem gerðar eru fyrir milligöngu safnaðarins, búa okkur undir að bera vitni um Guðsríki með djörfung. Hver myndi ekki vilja hafa gagn af þessari dagskrá?
Þeir sem nýlega hafa vígt sig Jehóva og vilja láta skírast á sérstaka mótsdeginum, ættu að segja umsjónarmanninum í forsæti frá því sem fyrst. Við erum fullviss um að sérstaki mótsdagurinn, sem nú er haldinn í 12. sinn, verði öllum viðstöddum andleg hvatning til að sinna starfinu sem framundan er.