Þjónustusamkomur
Vikan sem hefst 12. mars
Söngur 153
10 mín.: Staðbundnar tilkynningar. Farið yfir rammagreinina „Bjóðum fólki á öllum aldri bókina Farsælt fjölskyldulíf“. Sviðsetjið báðar tillögurnar.
15 mín.: Þegar ástvinur snýr baki við Jehóva. Ræða öldungs byggð á Varðturninum 1. febrúar 2007, bls. 8-12.
20 mín.: „Gjörið þetta í mína minningu“.* Takið með efni úr Ríkisþjónustunni í mars 2006, bls. 1, gr. 3 þegar farið er yfir grein 3 og bendið á hvernig hægt sé að nota Hvað kennir Biblían? til að útskýra fyrir áhugasömum hvernig minningarhátíðin fer fram.
Söngur 168 og lokabæn.
Vikan sem hefst 19. mars
Söngur 45
10 mín.: Staðbundnar tilkynningar. Valdar tilkynningar úr Ríkisþjónustunni. Farið yfir aðalatriðin í rammagreininni „Til minnis vegna minningarhátíðar“ á bls. 7.
20 mín.: Að færa út kvíarnar í þjónustunni. Ræða og umræður við áheyrendur byggðar á efni úr 10. kafla bókarinnar Organized to Do Jehovah’s Will (Söfnuður skipulagður til að gera vilja Jehóva) sem finna má í viðaukanum á bls. 3 til 6.
15 mín.: „Hvert er svarið?“* Sviðsetjið stuttlega hvernig nota má þennan greinaflokk í fjölskyldunáminu af og til.
Söngur 216 og lokabæn.
Vikan sem hefst 26. mars
Söngur 115
10 mín.: Staðbundnar tilkynningar. Minnið boðbera á að skila inn skýrslu um starfið í mars. Lesið bókhaldsskýrsluna og staðfestingu á framlögum sem hafa verið send. Notið tillögurnar á bls. 8 eða aðrar tillögur og sýnið hvernig bjóða má Varðturninn 1. apríl og Vaknið! í apríl – júní ásamt boðsmiðanum á minningarhátíðina.
15 mín.: Staðbundnar þarfir.
20 mín.: Hvernig ætti ég að nota líf mitt? Ræða byggð á Vaknið! (enskri útgáfu) í júlí 2006, bls. 23-25. Takið viðtal við einn eða tvo boðbera sem hafa þjónað Jehóva í fullu starfi frá því að þeir útskrifuðust úr framhaldsskóla. Hvers vegna völdu þeir þetta starf? Hvaða blessun hafa þeir fengið?
Söngur 148 og lokabæn.
Vikan sem hefst 2. apríl
Söngur 177
10 mín.: Staðbundnar tilkynningar. Farið yfir baksíðuna á Varðturninum 1. apríl 2007 og hvetjið boðbera til að bjóða áhugasömu fólki á sérræðuna sem verður flutt 15. apríl.
20 mín.: Sinnum þeim sem komu á minningarhátíðina. Ræða öldungs. Tilkynnið hve margir sóttu hátíðina á svæðinu og áætlið hve margir þeirra voru áhugasamir. Segið frásögur tengdar átakinu með boðsmiðana fyrir minningarhátíðina eða ef einhver bað um biblíunámskeið eftir athöfnina. Komið með tillögur um hvernig hægt sé að aðstoða frekar þá sem komu. (Sjá km 3.06 bls. 1 gr. 5; km 2.05 bls. 4 gr. 9; km 2.04 bls. 5 gr. 16) Hvetjið boðbera til að fylgja áhuganum strax eftir.
15 mín.: Nýtum okkur vel árbókina 2007. Ræða og umræður við áheyrendur. Ræðið það helsta í „Bréfi frá hinu stjórnandi ráði“ á bls. 10 í Ríkisþjónustunni í febrúar en þetta er þýðing á bréfinu í árbókinni. Farið nokkrum orðum um ársskýrsluna og biðjið fáeina boðbera fyrir fram um að endursegja frásögur sem þeim þóttu sérstaklega hvetjandi og trústyrkjandi. Hvetjið fjölskyldur til að lesa alla bókina á árinu. Bendið á hvernig hægt er að nota bókina til að leiða nýja inn í söfnuðinn og hvetja þá til að sækja samkomur.
Söngur 179 og lokabæn.
* Hafið inngangsorðin skemmri en eina mínútu og farið yfir greinina með spurningum og svörum.