Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 8.07 bls. 1
  • Fjölskyldur, tilbiðjið Jehóva í sameiningu

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Fjölskyldur, tilbiðjið Jehóva í sameiningu
  • Ríkisþjónusta okkar – 2007
  • Svipað efni
  • Kristin fjölskylda gerir hlutina saman
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1994
  • Aðstoð fyrir fjölskylduna
    Ríkisþjónusta okkar – 2011
  • Hvernig fjölskyldan vinnur saman að þátttöku í boðunarstarfinu
    Ríkisþjónusta okkar – 1999
  • Að byggja upp andlega sterka fjölskyldu
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2001
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2007
km 8.07 bls. 1

Fjölskyldur, tilbiðjið Jehóva í sameiningu

1 Á biblíutímanum gerðu fjölskyldur margt saman. Þær sinntu daglegum störfum á heimilinu en fyrst og fremst tilbáðu þær Jehóva í sameiningu. (3. Mós. 10:12-14; 5. Mós. 31:12) Nú á dögum er víða algengt að fjölskyldur geri mjög lítið saman. En vottar Jehóva skilja mikilvægi þess að fjölskyldur geri eitthvað saman, sérstaklega þegar tilbeiðslan á í hlut. Það hlýtur að gleðja höfund fjölskyldunnar mjög mikið að sjá fjölskyldur tilbiðja hann í sameiningu.

2 Starfið saman: Það styrkir fjölskylduböndin að fara saman í boðunarstarfið. Þar af leiðandi gætir öldungur þess að starfa reglulega með konu sinni og börnum þó svo að hann starfi einnig með öðrum í söfnuðinum. (1. Tím. 3:4, 5) Farandhirðar taka líka frá tíma til að fara með eiginkonum sínum í boðunarstarfið þótt þeir hafi í mörgu að snúast.

3 Þegar foreldrar fara með börnum sínum í starfið geta þeir hjálpað þeim að taka framförum sem boðberar. Börnin skynja að starfið veitir foreldrum þeirra mikla gleði og ánægju og þau sjá enn fremur hvernig kærleikur foreldranna til Guðs og náungans birtist í verki. (5. Mós. 6:5-7) Þegar börnin eldast er ekki síður mikilvægt að foreldrarnir fari með þeim í starfið. Hjón, sem eiga þrjá syni á aldrinum 15 til 21, fara enn þá reglulega með þeim í starfið. Faðirinn sagði: „Við kennum þeim eitthvað í hvert skipti. Og við sjáum til þess að þetta sé ánægjuleg og uppbyggileg samverustund.“

4 Undirbúið ykkur saman: Fjölskyldum hefur reynst gagnlegt að undirbúa sig saman fyrir boðunarstarfið. Börn hafa oft gaman af æfingum með fjölskyldunni þar sem allir skiptast á að kynna ritin og leika húsráðanda. Sumar fjölskyldur hafa stutta æfingu í lok fjölskyldunámsins.

5 Það eykur gleði okkar að taka þátt í mikilvægu og ánægjulegu starfi með okkar nánustu. Það er mjög gefandi fyrir fjölskyldur að fara saman í boðunarstarfið hús úr húsi, fara í endurheimsóknir og stýra biblíunámskeiðum. Með því að tilbiðja Jehóva á þennan hátt ásamt fjölskyldu þinni geturðu sagt glaður í bragði: „Ég og mínir ættmenn munum þjóna Drottni.“ — Jós. 24:15.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila