Upprifjun á efni boðunarskólans
Farið verður yfir eftirfarandi spurningar í Boðunarskólanum í vikunni sem hefst 29. október 2007. Umsjónarmaður skólans stjórnar 30 mínútna upprifjun á efni sem farið hefur verið yfir á tímabilinu 3. september til 29. október 2007. [Athugið: Þegar engin tilvísun fylgir spurningu þarftu að leita sjálfur að heimildum til að finna svarið. — Sjá Boðunarskólabókina, bls. 36-7.]
ÞJÁLFUNARLIÐUR
1. Hvers vegna er endurtekning mikilvæg kennsluaðferð? [be bls. 206 gr. 1-2, rammi]
2. Hvernig getum við lagt áherslu á stef ræðunnar? [be bls. 210, rammi]
3. Hver eru aðalatriðin í ræðu og hvað þarf að hafa í huga þegar þau eru valin? [be bls. 212 gr.1-3]
4. Af hverju ætti ekki að hafa of mörg aðalatriði í ræðu? [be bls. 213 gr. 2-4]
5. Hvers vegna er mikilvægt að inngangur veki áhuga og hvernig má fara að því? [be bls. 215 gr.1; bls. 216 gr.1-3, rammi]
VERKEFNI NR. 1
6. Hvernig sjáum við af Sálmi 119:89, 90 að við getum reitt okkur á orð Guðs? [w05 1.7. bls. 23 gr. 3]
7. Hvað er lögð áhersla á í Esekíelsbók og hvað bíður þeirra sem helga nafn Jehóva nú á dögum? [si bls. 137 gr. 33]
8. Hvernig getur „orð Drottins“ varðveitt hjarta okkar? (Sálm. 18:31) [wE05 1.9. bls. 30 gr. 2]
9. Hvernig er lögð áhersla á vonina um Guðsríki í Daníelsbók? [si bls. 142 gr. 23]
10. Hvernig styrkir Hóseabók trú okkar á innblásna spádóma Jehóva? [si bls. 145 gr. 14]
VIKULEGUR BIBLÍULESTUR
11. Hvað táknaði mæling musterisins í sýn Esekíels og hvaða fullvissu veitir hún okkur nú á dögum? (Esek. 40:2-5) [w99 1.4. bls. 19 gr. 6; bls. 24 gr. 7]
12. Hver er ‚landshöfðinginn‘ í lokauppfyllingu sýnar Esekíels? (Esek. 48:21) [w99 1.4. bls. 25 gr. 13-15]
13. Hvað merkja orðin í Daníel 2:21? [w98 1.11. bls. 20 gr. 9]
14. Af hverju var Daníel nefndur „ástmögur Guðs“? (Dan. 9:23) [dp bls. 186 gr. 12; w04 1.10. bls. 26 gr. 17]
15. Í hvaða skilningi var engin „þekking á Guði“ í Ísraelslandi og hvernig ættum við að líta á þessi orð? (Hós. 4:1, 2, 6) [w06 1.4. bls. 21 gr. 21; jd bls. 57-58 gr. 5; bls. 61 gr. 10]