Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 4.08 bls. 6
  • Bréf frá hinu stjórnandi ráði

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Bréf frá hinu stjórnandi ráði
  • Ríkisþjónusta okkar – 2008
  • Millifyrirsagnir
  • Kæru trúsystkini.
Ríkisþjónusta okkar – 2008
km 4.08 bls. 6

Bréf frá hinu stjórnandi ráði

Kæru trúsystkini.

Páll postuli notaði hvert tækifæri sem gafst til að sýna trúsystkinum sínum kærleika og þakklæti. Hann skrifaði kristnum mönnum í Róm: „Fyrst þakka ég Guði mínum sakir Jesú Krists fyrir yður alla, af því að orð fer af trú yðar í öllum heiminum.“ (Rómv. 1:8) Já, kristnir menn á fyrstu öld voru þekktir um allt rómverska heimsveldið fyrir að hafa sterka trú og vera kostgæfir boðberar fagnaðarerindisins. (1. Þess. 1:8) Það kemur því ekki á óvart að Páli hafi þótt mjög vænt um trúsystkini sín.

Eins og Páll, þökkum við Jehóva í hvert sinn sem við hugsum til ykkar. Okkur þykir mjög vænt um ykkur öll. Og þið getið treyst því að Jehóva elskar hvert og eitt ykkar. Sum ykkar verða fyrir mikilli andstöðu en þið haldið samt áfram að boða fagnaðarerindið. Það hlýtur að veita Jehóva mikla gleði að sjá hve djörf og óttalaus þið eruð! — Orðskv. 27:11.

Þegar þið lesið og hugleiðið spennandi og trústyrkjandi nútímasögu votta Jehóva í nýjustu árbókinni munuð þið sjá fjölmörg dæmi þess að Jesús Kristur fer enn „út sigrandi og til þess að sigra“. Þið sjáið einnig að engin vopn, sem ætluð eru gegn fylgjendum Krists, verða sigursæl. — Opinb. 6:2; Jes. 54:17.

Páll skrifaði kristnum mönnum í Filippí: „Ég þakka Guði mínum . . . vegna samfélags yðar um fagnaðarerindið.“ (Fil. 1:3-5) Við sem erum í hinu stjórnandi ráði berum sama hug til ykkar. Á þjónustuárinu 2007 störfuðu 6.691.790 boðberar í samtals 1.431.761.554 klukkustundir að boðun fagnaðarerindisins í 236 löndum um heim allan. Framlag ykkar til boðunar fagnaðarerindisins um ríkið er gríðarlega mikið. Hugsið ykkur allan þann fjölda fólks sem hefur fengið hjálp vegna sameiginlegs átaks okkar, Jehóva til lofs og dýrðar!

Við annað tækifæri sýndi Páll að honum var mjög hlýtt til trúsystkina sinna. Hann skrifaði til safnaðarins í Þessaloníku: „Fyrir augsýn Guðs og föður vors erum vér sífellt minnugir . . . stöðuglyndis yðar í voninni á Drottin vorn Jesú Krist.“ (1. Þess. 1:2, 3) Já, lífið er ekki átakalaust. Vandamál koma upp en það er fyrir öllu að við höldum stöðugt von okkar. Hvaða erfiðleikum stendur þú frammi fyrir? Hafa alvarleg veikindi orðið til þess að þú hefur þurft að draga talsvert úr þjónustunni við Jehóva? Hefur ástkær maki þinn til margra ára beðið lægri hlut fyrir óseðjandi óvininum, Helju? (Orðskv. 30:15, 16) Tekst þér ekki að finna maka sem elskar Jehóva eins og þú, en heldur samt áfram að fylgja meginreglum Biblíunnar um að giftast aðeins í Drottni? (1. Kor. 7:39) Þarftu að ala börnin þín upp við mjög erfiðar fjárhagslegar aðstæður? Hvernig sem aðstæður ykkar eru getið þið treyst því að Jehóva „gleymir ekki verki yðar og kærleikanum, sem þér auðsýnduð nafni hans“ ef þið setjið Guðsríki framar öllu öðru. Kæru bræður og systur, ‚þreytist ekki að gjöra það sem gott er‘. — Hebr. 6:10; Gal. 6:9.

Hvernig getum við sýnt stöðuglyndi? Kristnir menn í Þessaloníku gátu það með „voninni á Drottin vorn Jesú Krist“. Það var ekki að ástæðulausu að Páll átti síðar eftir að líkja „von hjálpræðis“ við sterkan hjálm sem getur varið kristinn mann gegn svartsýni og sífelldum efasemdum. — 1. Þess. 5:8.

Þegar við sýnum stöðuglyndi með gleði erum við í rauninni að svara ögrunum Satans í deilunni miklu um drottinvaldið yfir alheiminum. Satan ásakar þjóna Guðs fyrir að þeim sé eigingirni í blóð borin. Þeir séu tilbúnir að þjóna Guði tímabundið en þeir muni draga úr tilbeiðslunni ef prófraunir aukist eða heimurinn standi lengur en þeir hafi búist við. Þið hafið einstakt tækifæri til að afhjúpa Satan djöfulinn sem fyrirlitlegan lygara. Hver dagur í lífinu færir ykkur nær þeirri blessun sem þið vonist eftir.

Páll fagnaði því að fá tækifæri til að hrósa trúsystkinum sínum fyrir þolgæði, sterka og lifandi trú og góða hlutdeild í boðunarstarfinu. Við fögnum því líka að fá tækifæri til að hrósa ykkur og staðfesta kærleika okkar til ykkar. Þreytist ekki að gera það sem gott er!

Megi komandi ár færa ykkur ríkulega blessun frá Guði. Kærar kveðjur.

Bræður ykkar,

Stjórnandi ráð Votta Jehóva

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila