Spurningakassinn
◼ Er viðeigandi að áheyrendur klappi eftir hvern dagskrárlið í Boðunarskólanum og á þjónustusamkomunni?
Þegar skapari okkar, Jehóva, grundvallaði jörðina „sungu [morgunstjörnurnar] saman gleðisöng og allir synir Guðs fögnuðu“. (Job. 38:7) Þessa andasyni Guðs langaði til að lofa hann fyrir einstakt sköpunarverk hans sem vitnaði á alveg nýjan hátt um visku hans, gæsku og vald.
Það á vel við að sýna innilegt þakklæti fyrir vinnuna sem bræður okkar leggja í að undirbúa efnið sem þeir flytja okkur. Við erum til dæmis vön að klappa fyrir ræðum og sýnidæmum sem eru flutt á svæðis- og landsmótum. Það hefur kostað töluverðan tíma og fyrirhöfn að undirbúa efnið. Og við erum ekki aðeins að sýna þakklæti þeim sem flytur dagskrána og hefur lagt hart að sér við undirbúning hennar. Við erum einnig að þakka Jehóva fyrir fræðsluna sem hann gefur okkur í orði sínu og söfnuði. — Jes. 48:17; Matt. 24:45-47.
En hvað um að klappa á eftir dagskrárliðum í Boðunarskólanum og á þjónustusamkomum? Það eru engar reglur sem banna okkur að klappa ef okkur langar til, svo sem eftir að nemandi hefur lokið fyrsta verkefni sínu í skólanum. En það getur samt auðveldlega orðið að formsatriði og glatað gildi sínu. Þess vegna erum við ekki vön að klappa á eftir hverjum dagskrárlið.
Þó svo að við klöppum yfirleitt ekki á eftir dagskrárliðum á þjónustusamkomunni og í Boðunarskólanum getum við alveg sýnt að við kunnum að meta fræðsluna og sýnt þakklæti okkar fyrir vinnuna sem er lögð í að flytja efnið. Við getum gert það með því að fylgjast vel með og hlusta af athygli á ræðumennina. Og oft gefst tækifæri til að þakka þeim persónulega fyrir framlag sitt að samkomunni lokinni. — Ef. 1:15, 16.