Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 9.11 bls. 2
  • Jehóva þjálfar okkur í þessu starfi

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Jehóva þjálfar okkur í þessu starfi
  • Ríkisþjónusta okkar – 2011
  • Svipað efni
  • Boðunarskólinn menntar okkur í því sem mestu máli skiptir
    Ríkisþjónusta okkar – 2002
  • Menntun handa þjónum Guðsríkis
    Ríki Guðs stjórnar
  • Gagnið af Boðunarskólanum
    Ríkisþjónusta okkar – 2004
  • Höfum gagn af námsskrá Guðveldisskólans árið 1999
    Ríkisþjónusta okkar – 1998
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2011
km 9.11 bls. 2

Jehóva þjálfar okkur í þessu starfi

1. Hvað gerir Jehóva þegar hann felur mönnum verk að vinna?

1 Þegar Jehóva felur mönnum verk að vinna sér hann líka til þess að þeir fái þá aðstoð sem þeir þurfa. Jehóva sagði til dæmis Nóa að smíða örk en það hafði Nói aldrei gert áður. En Jehóva sagði honum líka hvernig hann átti að gera það. (1. Mós. 6:14-16) Þegar hinn hógværi fjárhirðir Móse fékk það verkefni að ganga fram fyrir öldungana í Ísrael og faraó, styrkti Jehóva hann með þessum orðum: „Ég verð með munni þínum og kenni þér hvað þú átt að segja.“ (2. Mós. 4:12) Jehóva lætur okkur ekki heldur ein um það verkefni sem hann hefur falið okkur, að boða fagnaðarerindið. Í hverri viku fáum við þjálfun frá Jehóva í Boðunarskólanum og á þjónustusamkomunni. En hvernig getum við nýtt okkur þessa þjálfun sem best?

2. Hvernig getum við notið góðs af Boðunarskólanum?

2 Boðunarskólinn: Skoðaðu efnið sem er á dagskrá vikunnar áður en þú ferð á samkomu. Þá tekurðu betur eftir hvernig nemendurnir vinna úr efninu og þjálfar þannig þína eigin kennslutækni. (Orðskv. 27:17) Taktu með þér Boðunarskólabókina á samkomu og notaðu hana sem vinnubók. Þegar umsjónarmaður skólans vísar til hennar, eftir ræður nemenda, skaltu strika undir þau atriði sem þú vilt tileinka þér og nýttu spássíurnar til að skrifa minnispunkta. Þátttaka í Boðunarskólanum er besta leiðin til að fá sem mest úr honum. Ert þú skráður? Undirbúðu þig vel þegar þér er úthlutuð ræða og taktu til þín ráðleggingarnar sem þú færð. Þegar þú ferð í boðunarstarfið geturðu svo nýtt þér það sem þú hefur lært.

3. Hvað getum við gert til að hafa sem mest gagn af þjónustusamkomunni?

3 Þjónustusamkoman: Það verður auðveldara að muna eftir ráðleggingunum sem við fáum á þessari samkomu ef við lesum efnið áður og undirbúum svör. Ef við reynum að hafa svörin okkar stutt fá fleiri tækifæri til að svara.Taktu vel eftir sýnidæmunum og nýttu þér það sem þú heldur að geti gert boðunarstarf þitt árangursríkara. Geymdu mikilvægar greinar úr Ríkisþjónustunni til síðari nota.

4. Hvers vegna ættum við nýta okkur vel þá þjálfun sem við fáum frá Jehóva?

4 Verkefni okkar, að boða fagnaðarerindið um alla heimsbyggðina, er mjög krefjandi eins og verkefnin sem Nói og Móse þurftu að inna af hendi. (Matt. 24:14) Ef við reiðum okkur á hjálp Jehóva, læriföður okkar, og nýtum okkur þjálfunina frá honum munum við ná árangri. – Jes. 30:20.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila