Gagnið af Boðunarskólanum
1 Fólk Jehóva fær einstakt tækifæri til að hljóta menntun frá honum. (Jes. 54:13; Jóh. 6:45) En það er að miklu leyti undir okkur sjálfum komið hversu mikið gagn við höfum af þessari menntun. Sérð þú þau jákvæðu áhrif sem Boðunarskólinn hefur á andlegt hugarfar þitt?
2 Jákvæðar athugasemdir: Margir umsjónarmenn skólans hafa tekið eftir því að vandleg yfirferð á þjálfunarliðunum hefur gert söfnuðina hæfari í boðunarstarfinu. Auk þess hefur einn umsjónarmaður skólans nefnt að fleiri fylgja biblíulestraráætluninni núna þegar áheyrendur hafa það verkefni að segja hvaða gagn þeir hafi af lesefni vikunnar. Margir bræður hafa bent á að þeim finnist gott að geta einbeitt sér að lesefninu í verkefni 2 án þess að þurfa að undirbúa inngang eða niðurlag. Núna geta þeir lagt aðaláherslu á að bæta lesturinn. — 1. Tím. 4:13.
3 Allir geta notið góðs af Boðunarskólanum: Það getur veitt okkur gleði að svara á samkomum. (Orðskv. 15:23) Þegar við fáum upprifjunarspurningarnar fyrir fram gerir það okkur kleift að undirbúa upprifjunina og taka góðan þátt í henni. Frá og með Varðturninum fyrir 1. janúar 2004 hafa höfuðþættir biblíubókanna birst á sama tíma og farið er yfir þær í Boðunarskólanum. Þessar greinar hafa hjálpað mörgum að koma með uppbyggjandi athugasemdir þegar farið er yfir höfuðþætti biblíulesefnisins.
4 Allir nemendur skólans fá að undirbúa og flytja verkefni. Við getum öll notið góðs af þeim jákvæðu athugasemdum sem umsjónarmaður skólans gefur frá sviðinu. Nemendur skólans njóta síðan hver og einn frekara gagns af persónulegu leiðbeiningunum sem hann getur gefið að samkomunni lokinni. Æfingarnar fyrir þjálfunarliðina í lok hvers kafla í Aflaðu þér menntunar í Boðunarskólanum eru líka mjög gagnlegar.
5 Punktaðu hjá þér í Boðunarskólabókinni þinni gagnlegar athugasemdir byggðar á Biblíunni sem koma fram í skólanum eða eftir hann. Hugleiddu hvað þú hefur lært og hvernig þessi þáttur í menntuninni frá Guði styrkir andlegt hugarfar þitt.