Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 5.94 bls. 1
  • Höfum fullt gagn af Guðveldisskólanum

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Höfum fullt gagn af Guðveldisskólanum
  • Ríkisþjónusta okkar – 1994
  • Svipað efni
  • Boðunarskólinn menntar okkur í því sem mestu máli skiptir
    Ríkisþjónusta okkar – 2002
  • Gagnið af Boðunarskólanum
    Ríkisþjónusta okkar – 2004
  • Uppbyggjandi ráðleggingar
    Taktu framförum í ræðumennsku og kennslutækni
  • Að undirbúa nemendaverkefni fyrir skólann
    Aflaðu þér menntunar í Boðunarskólanum
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1994
km 5.94 bls. 1

Höfum fullt gagn af Guðveldisskólanum

1 Guðveldisskólinn hefur átt stóran þátt í að þjálfa okkar í því að veita „fræðslu“ til þess að við getum komið biblíusannindum til annarra á áhrifaríkan hátt. (2. Tím. 4:2) Við fáum verðmæta innsýn í margs konar biblíuefni í hverri viku. Hvernig getum við gætt þess að hafa fullt gagn af lífsnauðsynlegri fræðslu skólans?

2 Takta vandlega eftir upphafsorðum skólahirðisins þegar hann dregur fram nokkur þeirra athyglisverðu atriða sem þú getur lært á samkomunni. Hugsaðu um þær spurningar sem hann kann að bera fram og hvernig þú getir notfært þér svörin í boðunarstarfinu.

3 Kennsluræðan er ekki aðeins upprifjun á hinu prentaða efni. Hún beinir athyglinni að hagnýtu gildi upplýsinganna og hvernig þú getir haft not af þeim. Ef þú undirbýrð þig hjálpar það þér að einbeita þér betur að aðalatriðunum og að taka þátt í munnlegu upprifjuninni sem á eftir kemur.

4 Skilningur þinn og mat á orði Guðs dýpkar ef þú heldur í við hinn vikulega biblíulestur. Ef þú kannar efnið nánar geta mörg ný og áhugaverð smáatriði komið í ljós sem auka skilning þinn á sannleikanum. Umfjöllunin um höfuðþætti biblíulesefnisins er meira en aðeins endurtekning á því sem segir í Biblíunni. Eftir stutt heildaryfirlit leggur ræðumaðurinn áherslu á atriði sem bera af í þeim köflum sem lesa átti og sýnir hvernig þau snerta líf okkar og tilbeiðslu. Fylgstu vel með til þess að þú getir lært hvernig betur megi hagnýta sér leiðsögn Biblíunnar. — Sálm. 119:105.

5 Ef þér er úthlutuð nemendaræða skaltu taka eftir hvaða atriði á ræðuráðleggingakortinu þú eigir að sinna sérstaklega. Lestu tillögurnar í Handbók Guðveldisskólans sem fjalla um þennan þátt ræðumennskunnar og reyndu að nota þær. Þegar þú velur efni í ræðu þína skaltu reyna að leggja áherslu á það sem kemur að gagni í boðunarstarfinu. — sg bls. 96-9.

6 Ef þú ert systir, sem færð til flutnings ræðu nr. 3 eða ræðu nr. 4, skaltu reyna að flytja efnið í raunhæfri sviðssetningu. Húsráðandinn þarf ekki nauðsynlega að samsinna öllu sem þú segir; leitastu við að sýna hvernig þú myndir hjálpa honum að draga rökréttar ályktanir af hinum biblíulegu frumreglum sem að baki búa. (sg bls. 153-8) Það hjálpar áheyrendunum að sjá hvernig takast megi á við svipaðar mótbárur í boðunarstarfinu. Búðu þig undir ræðuna vel fyrirfram og æfðu hana snemma með húsráðanda þínum. Það ætti ekki að vera þörf á að æfa ræðuna eftir að samkoman er hafin.

7 Nemendur, sem eru með ræður, eru hvattir til að sitja framarlega í salnum. Það sparar tíma og umsjónarmaður skólans getur þá beint leiðbeiningum sínum persónulegar til nemandans. Allir geta haft gagn af hinum vingjarnlegu og sérstöku tillögum hans sem hann byggir á Handbók Guðveldisskólans. Ekki er víst að hann fylgi röðinni á ræðuráðleggingakortinu heldur gefur hann leiðbeiningar um atriði sem þú þarft þá á að halda til að taka sem bestum framförum.

8 Það er allt sem mælir með því að við sækjum Guðveldisskólann í hverri viku og komum undirbúin. Fræðslan þar getur hjálpað okkur að vera vitur og leikin í þjónustu okkar. — Orðskv. 1:5.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila