Þjónustusamkomur fyrir maí
Vikan sem hefst 2. maí
Söngur 18
5 mín: Staðbundnar tilkynningar og tilkynningar frá Ríkisþjónustu okkar. Frekar en að lesa tilkynningarnar í Ríkisþjónustu okkar orðrétt upp er oftast heppilegra að vekja athygli á aðalatriðunum og endursegja þau og útskýra nánar ef þörf er á. Rifjið upp ráðstafanir sem gerðar hafa verið til að efla boðunarstarfið, eins og til dæmis að auka götustarfið og kvöldstarfið í sumar.
20 mín: „Sláum ekki slöku við starf okkar í þágu Guðsríkis í sumar.“ Spurningar og svör. Bjóðið þeim sem hafa notað sumarleyfi sitt til að vera aðstoðarbrautryðjendur eða til að starfa á óúthlutuðum svæðum eða hjálpa öðrum söfnuðum að segja frá reynslu sinni. Hvetjið skólanemendur til að nota hluta sumarleyfisins til að auka þátttöku sína í boðunarstarfinu. Hvetjið þá sem fara til útlanda að nota tækifærið til að heimsækja aðra söfnuði og deildarskrifstofur ef tök eru á því. (Sjá om bls. 131, gr. 2.) Afla ætti upplýsinga fyrirfram um heimilisföng. Undirstrikið að við viljum ekki taka okkur leyfi frá þjónustunni við Jehóva.
20 mín: „Notaðu blöðin til að útbreiða sannleikann.“ Umræður við áheyrendur. Útskýrið á hvaða hátt blöðin okkar eru ólík öllum öðrum tímaritum og hvers vegna það ætti að vera okkur hvatning til að bjóða þau við sérhvert tækifæri. Hafið tvær stuttar en vel æfðar sýnikennslur þar sem notaðar eru tillögurnar í greininni.
Söngur 2 og lokabæn.
Vikan sem hefst 9. maí
Söngur 92
10 mín: Staðbundnar tilkynningar. Við ættum að vera vakandi fyrir tækifærum til að taka áskriftir. Við getum boðið áskrift öllum þeim sem hafa reglulega þegið hjá okkur blöðin og lesið þau. Sé um erlenda áskrift að ræða er yfirleitt best að bjóða aðeins sex mánaða áskrift í upphafi.
20 mín: „Búðu biblíunema undir boðunarstarfið.“ Spurningar og svör. Við tölugrein 4 og 5 ætti að hafa stutta sýnikennslu um hvernig hjálpa megi biblíunema að bera vitni hús úr húsi. Nemandinn byrjar með einfaldri kynningu þar sem hann notar Sálm 37:11. Kennarinn grípur fram í og segir: „Ég hef mína eigin trú.“ Nemandinn er ekki viss um hvað hann eigi þá að segja. Þeir snúa sér báðir að Rökræðubókinni, blaðsíðu 18-19, skoða nokkur af svörunum sem stungið er upp á þar og velja það sem nemandanum finnst þægilegt að nota. Nemandinn tekur upp þráðinn aftur, kemur með gott svar og uppörvast við árangurinn.
15 mín: Trú. Byggt á Rökræðubókinni, blaðsíðu 129-32. Umræður milli öldungs og nokkurra unglinga. Öldungur ræðir um skilgreininguna á trú og varpar síðan spurningum til unglinganna. Hvers vegna hafa margir ekki trú? Hver er grundvöllur trúar okkar? Hvernig getum við varðveitt sterka trú? Hvernig sýnum við slíka trú? Öldungur lýkur með því að hrósa unglingunum og uppörva þá.
Söngur 64 og lokabæn.
Vikan sem hefst 16. maí
Söngur 32
10 mín: Staðbundnar tilkynningar. Lesið reikningshaldsskýrsluna og þakkir sem borist hafa frá Félaginu fyrir frjáls framlög. Ræðið um hvaða bæklinga mætti nota í boðunarstarfinu það sem eftir er mánaðarins og vekið athygli á nokkrum atriðum sem nota má sem umræðugrundvöll.
10 mín: „Þarf ég að halda áfram að breyta til?“ Tveir öldungar ræða saman um efnið. Leggið áherslu á gagnsemi þess að taka reglulega þátt í boðunarstarfinu.
25 mín: „Höfum fullt gagn af Guðveldisskólanum.“ Ræða skólahirðis með þátttöku áheyrenda. Hvetjið alla til að taka við ræðuverkefnum og sinna þeim vel. Leggið áherslu á mikilvægi þess að halda í við vikulega biblíulesturinn og lesa yfir efnið sem ræðurnar, einkum kennsluræðan, eru byggðar á. Útskýrið hvernig allur söfnuðurinn getur haft gagn af leiðbeiningunum sem nemendunum eru gefnar út frá Handbók Guðveldisskólans.
Söngur 27 og lokabæn.
Vikan sem hefst 23. maí
Söngur 14
10 mín: Staðbundnar tilkynningar. Bendið á nokkrar leiðir til að kynna nýjustu blöðin og hafið eina eða tvær sýnikennslur.
15 mín: „Virðir þú sæmd annarra þegar þú gefur ráðleggingar?“ Ræða öldungs, byggð á Varðturninum á ensku frá 1. febrúar 1994, blaðsíðu 25-9.
20 mín: „Farðu aftur til þeirra sem sýndu áhuga.“ Spurningar og svör. Bendið á mikilvægi þess að búa sig vel undir endurheimsókn, hafa afmarkað efni til að ræða um og ekki dvelja of lengi í hvert sinn. Látið eina eða tvær af tillögunum um kynningarorð koma fram í vel undirbúinni sýnikennslu.
Söngur 10 og lokabæn.
Vikan sem hefst 30. maí
Söngur 109
10 mín: Staðbundnar tilkynningar og Guðveldisfréttir.
15 mín: Ræðið um tilboðið í júnímánuði: Lífið — varð það til við þróun eða sköpun? Vekið athygli á aðlaðandi myndum, eins og þeim sem er að finna á blaðsíðu 6, 236, 243, og 245. Látið hæfan boðbera sýna stutta kynningu sem byggð er á einhverri af þessum myndum og nota Opinberunarbókina 21:4. Nefnið hvaða ráðstafanir hafa verið gerðar til boðunarstarfsins fyrir næstu viku.
20 mín: Staðbundnar þarfir eða hlýleg ræða öldungs byggð á greininni „Haltu þér í fjarlægð þegar hætta vofir yfir“ í Varðturninum á ensku frá 15. febrúar 1994, blaðsíðu 22-5.
Söngur 28 og lokabæn.