Umsjónarmenn sem fara með forystuna — umsjónarmaður Guðveldisskólans
1 Skólahirðirinn er andlegur öldungur sem erfiðar í orðinu og kennslunni. Hann verðskuldar virðingu okkar og samvinnu. (1. Tím. 5:17) Hvaða skyldum gegnir hann?
2 Bókasafn Guðveldisskólans í ríkissalnum er í hans umsjá. Það er honum kappsmál að hvetja alla, sem uppfylla inntökuskilyrði skólans, til að skrá sig. Hann sér um að nákvæm skrá sé haldin til þess að verkefnum sé úthlutað á kerfisbundinn hátt með að minnsta kosti þriggja vikna fyrirvara. Hann þarf að þekkja söfnuðinn vel og hafa í huga hvern einasta nemanda og getu hvers og eins. Skólahirðirinn getur fengið annan bróður til að aðstoða sig við undirbúning en til þess að verkefnum sé rétt úthlutað þarf hann að hafa sjálfur yfirumsjón með því.
3 Til að kennslan í skólanum sé árangursrík verður skólahirðirinn að undirbúa sig samviskusamlega í hverri viku og nema ítarlega það efni sem farið verður yfir. Þannig fær hann söfnuðinn til að sýna námsefninu áhuga, hann fylgist með því hvort farið sé nákvæmlega yfir úthlutað efni og leggur áherslu á mikilvæg efnisatriði sem tekin verða fyrir í skriflegri upprifjun.
4 Eftir hverja nemendaræðu hrósar skólahirðirinn nemandanum og útskýrir hvernig nemandinn hafi náð tökum á ákveðnu þjálfunarstigi eða hvernig hann geti tekið framförum. Þarfnist einhver frekari leiðbeininga við undirbúning skólaverkefnis getur skólahirðirinn eða einhver sem hann hefur valið veitt persónulega aðstoð.
5 Til þess að hafa sem mest gagn af allri vinnu skólahirðisins og þeirra leiðbeinenda sem starfa í umsjá hans skulum við sækja skólann reglulega. Við skulum líka leysa af hendi öll þau verkefni sem okkur eru falin, fara eftir þeim leiðbeiningum sem við fáum og sömuleiðis þeim sem aðrir nemendur fá. Þá tökum við jafnt og þétt framförum í að kynna boðskapinn um Guðsríki opinberlega og hús úr húsi. — Post. 20:20; 1. Tím. 4:13, 15.