Höfum gagn af námsskrá Guðveldisskólans árið 1999
1 Jesús var stórkostlegur kennari. „Undruðust menn mjög kenningu hans“ eða kennsluaðferðir. (Mark. 1:22) Enda þótt ekkert okkar geti talað eða kennt af sömu snilld og Jesús getum við lagt okkur fram við að líkja eftir honum. (Post. 4:13) Þátttaka okkar í Guðveldisskólanum hjálpar okkur til þess að bæta okkur stöðugt í ræðumennsku og kennslutækni.
2 Árið 1999 verður verkefni nr. 1 að mestu leyti byggt á greinum í blöðunum Varðturninn og Vaknið! frá árinu 1997. Skilningur okkar á andlegum málum eykst til muna ef við lesum þessar upplýsingar fyrirfram og hlustum síðan á þær í skólanum. Þeir sem fá það verkefni að flytja þessar kennsluræður ættu að sýna fram á hagnýtt gildi efnisins og gæða flutninginn lífi. Verkefni nr. 3 verður byggt á bókinni Family Happiness (Fjölskylduhamingjubókinni) og verkefni nr. 4 á persónu í Biblíunni en efnið í þessum ræðum getur víxlast. Skólahirðirinn þarf að íhuga námsefnið vel áður en hann úthlutar þessum verkefnum. Þeir nemendur, sem er úthlutað efni úr Fjölskylduhamingjubókinni, eiga að vera til fyrirmyndar í eigin fjölskyldulífi.
3 Fylgið leiðbeiningum og undirbúið ykkur vel: Allir geta tekið framförum í málsnilld og kennslutækni. (1. Tím. 4:13) Þess vegna skulum við leita eftir ráðleggingum og reyna aldrei að komast undan þeim. (Orðskv. 12:15; 19:20) Til þess að geta kynnt sannleikann með góðum árangri á samkomum og í boðunarstarfinu þarf meira til en að þylja bara upp staðreyndir eða lesa ritningarstaði áherslulaust. Við þurfum að ná til hjarta áheyrenda okkar og kveikja áhuga hjá þeim. Það getum við gert með því að tala af sannfæringarkrafti beint frá hjartanu. (Samanber Postulasöguna 2:37) Leiðbeiningarnar, sem við fáum í skólanum, hjálpa okkur til þess.
4 Um leið og þú færð verkefni skaltu íhuga þá eiginleika góðrar ræðumennsku sem þú átt að vinna að eins og útskýrt er í Taktu framförum í ræðumennsku og kennslutækni. Athugaðu hvernig þú gætir farið eftir þeim leiðbeiningum sem þú hefur þegar fengið. Veltu stefinu fyrir þér, einnig sviðsetningunni ef einhver er og hvernig þú gætir notað ritningarstaðina sem tilheyra efninu. Hugleiddu hvernig best sé að nota upplýsingarnar til að kenna öðrum og vekja áhuga þeirra. — 1. Tím. 4:15, 16.
5 Ef þú ert hikandi við að skrá þig í skólann skaltu gera það að bænarefni og síðan segja skólahirðinum hvernig þér er innanbrjósts. Námsskrá Guðveldisskólans árið 1999 verður öllum þeim til gagns sem hagnýta sér hana vel.