Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 7.08 bls. 1
  • Tilbiðjum hinn eina sanna Guð

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Tilbiðjum hinn eina sanna Guð
  • Ríkisþjónusta okkar – 2008
Ríkisþjónusta okkar – 2008
km 7.08 bls. 1

Tilbiðjum hinn eina sanna Guð

1 Bókin Tilbiðjum hinn eina sanna Guð er samin til að auðvelda okkur að skilja betur ‚hæðina og dýptina‘ í undirstöðukenningum Biblíunnar. (Ef. 3:18) Með því að fara yfir hana í bóknáminu styrkjum við kærleikann og þakklætið til Jehóva og safnaðar hans, og við verðum leiknari í að nota hana í boðunarstarfinu. Hvernig getum við haft sem mest gagn af náminu í bókinni Tilbiðjum Guð?

2 Umsjón með náminu: Þar sem við förum yfir heilan kafla í hverri viku þurfa bóknámsumsjónarmenn að nýta tímann vel. Þeir ættu ekki að staldra of lengi við upphafsgreinarnar heldur nota meiri tíma til að fara yfir aðalatriði efnisins sem er yfirleitt síðar í kaflanum. Stuttar umræður um upprifjunarspurningarnar í lok námsins hjálpa viðstöddum að leggja aðalatriðin á minnið.

3 Í flestum köflum bókarinnar eru inndregnar spurningar í meginmálinu sem gott er að hugleiða og ræða um. Finna má dæmi um það á bls. 48-49. Ekki þarf að lesa þessar spurningar með efnisgreinunum. Þegar umsjónarmaðurinn fer yfir þær með hópnum ætti hann, ef tími leyfir, að láta lesa ritningarstaðina sem vísað er í og ræða um þá.

4 Undirbúningur: Til þess að undirbúa sig vel fyrir námið þarf að gera meira en aðeins að strika undir svörin. Ef við hugleiðum ritningarstaðina vandlega undirbúum við ekki aðeins svörin heldur einnig hjartað. (Esra. 7:10, NW) Við getum öll verið öðrum til hvatningar með því að vera fús til að svara. — Rómv. 1:12.

5 Þegar við förum yfir bókina Tilbiðjum Guð nálægum við okkur Jehóva og verðum færari í að hjálpa hjartahreinu fólki að sameinast okkur í tilbeiðslu á honum. (Sálm. 95:6; Jak. 4:8) Við skulum öll nýta okkur þetta góða hjálpargagn til fulls.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila