Spurningakassinn
◼ Geta báðir foreldrar talið tímann sem notaður er í fjölskyldunámið?
Þótt feður beri höfuðábyrgðina á að börnin séu alin upp „með aga og fræðslu um Drottin“ vinna foreldrarnir saman að uppeldi barnanna. (Ef. 6:4) Í Biblíunni fá börn þessa hvatningu: „Hlýddu, sonur minn, á áminningar föður þíns og hafnaðu ekki viðvörun móður þinnar.“ (Orðskv. 1:8) Einn þáttur í uppeldinu er fjölskyldunámið.
Hingað til hefur aðeins foreldrið, sem hefur umsjón með biblíunámi óskírðra barna sinna, mátt telja tímann þótt báðir foreldrar taki þátt í umræðunum. En nú verður breyting á því. Ef báðir foreldrar taka þátt í því að kenna börnunum mega báðir telja allt að einni klukkustund á viku sem starfstíma. En auðvitað nota foreldrar venjulega miklu meira en eina klukkustund á viku til að kenna börnunum. Báðir foreldrar vinna stöðugt að því að ala börnin upp. (5. Mós. 6:6-9) En á starfskýrslunni ætti aðallega að koma fram hversu mikið starf er gert úti á akrinum. Foreldrar ættu því ekki að telja meira en eina klukkustund á viku, þó svo að fjölskyldunámið taki meiri tíma en það, sé haldið oftar í viku eða börnunum sé kennt hverju í sínu lagi. Einungis annað foreldrið skrifar fjölskyldunámið sem biblíunámskeið á skýrsluna sína og má telja eina endurheimsókn í hverri viku sem námið fer fram.