Hvað geturðu sagt um blöðin?
Varðturninn janúar-mars
„Á þessum árstíma hugsa margir um Jesú. Hvaða áhrif finnst þér hann hafa haft á þig? [Gefðu kost á svari.] Biblían hvetur okkur til að fylgja fordæmi Jesú. [Lestu 1. Pétursbréf 2:21.] Það getur gert okkur að betri og ánægðari einstaklingum. Í þessu blaði er útskýrt af hverju.“
Varðturninn janúar-mars
„Heldurðu að hjónabönd yrðu sterkari ef eiginmenn og eiginkonur fylgdu þessum ráðum Biblíunnar? [Lestu Jobsbók 31:1 og gefðu síðan kost á svari.] Í þessari grein er rætt um biblíulegar meginreglur sem geta hjálpað hjónum að vera skuldbundin hvort öðru.“ Sýndu greinina sem hefst á bls. 24.
Vaknið! janúar-mars
„Í aldaraðir hefur fólk velt þessari spurningu fyrir sér. [Bentu á spurninguna á forsíðunni.] Hvar heldurðu að við getum fengið áreiðanleg svör? [Gefðu kost á svari.] Hér kemur fram af hverju við getum leitað svara hjá Guði. [Lestu Sálm 100:3.] Í þessu blaði er bent á það sem Biblían segir um málið.
Vaknið! janúar-mars
„Fólk hefur ólíkar hugmyndir um eðli Guðs eftir því hvaða trúarbrögð það aðhyllist. En hvernig lýsti sonur Guðs honum? Taktu eftir hvað Jesús sagði í Jóhannesi 4:24. [Lestu.] Hér er tveggja blaðsíðna grein þar sem Biblían er látin svara spurningunni: ‚Hvert er eðli Guðs?‘“ Sýndu síðan greinina á bls. 24 og 25.