Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 6.10 bls. 1
  • Er auga þitt heilt?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Er auga þitt heilt?
  • Ríkisþjónusta okkar – 2010
  • Svipað efni
  • Haltu auga þínu heilu
    Ríkisþjónusta okkar – 2004
  • Er auga þitt „heilt“?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1986
  • Að lifa einföldu lífi auðveldar okkur að lofa Guð
    Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2016
  • Lifðu einföldu lífi og gættu góðs jafnvægis
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1990
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2010
km 6.10 bls. 1

Er auga þitt heilt?

1. Hvað þýðir það að hafa,heilt auga‘?

1 Það sem augu okkar einblína á hefur áhrif á hvernig við breytum. Orð Jesú eiga vel við: „Sé auga þitt heilt mun allur líkami þinn bjartur.“ (Matt. 6:22) Þegar augað er „heilt“ í andlegum skilningi er það einbeitt að ákveðnu markmiði — því að gera vilja Guðs. Við leitum fyrst Guðsríkis og látum hvorki óþarfa efnislega hluti trufla okkur né leyfum áhugamálum að draga úr starfinu.

2. Hvað getur brenglað viðhorf okkar, en hvað mun hjálpa okkur?

2 Þörf á sjálfsrannsókn: Viðhorf okkar getur brenglast vegna þess hvað auglýsingamiðlar segja að við þurfum eða vegna þess hvað aðrir eiga. Áður en við dembum okkur út í framkvæmdir eða kaupum eitthvað sem kostar okkur talsverðan tíma, fjármuni eða krafta, væri gott að,reikna kostnaðinn‘ með því að spyrja sjálf okkur:,Mun þetta bæta þjónustu mína við Jehóva eða draga úr henni?‘ (Lúk.14:28; Fil. 1:9-11) Það er líka viturlegt að hugleiða reglulega hvernig við gætum einfaldað líf okkar enn frekar, til að geta gert meira í þjónustu Jehóva. — 2. Kor. 13:5; Ef. 5:10.

3. Hvað getum við lært af systur sem einfaldaði líf sitt?

3 Þegar systir nokkur byrjaði í reglulegu brautryðjandastarfi ákvað hún að halda áfram í fullri vinnu, þó að hlutastarf hefði verið nóg til að sjá fyrir þörfum hennar. Að lokum komst hún að þessari niðurstöðu: „Enginn getur þjónað tveimur herrum. Ég þurfti að láta nauðsynjar ganga fyrir löngunum. Ég gerði mér grein fyrir því að efnislegir hlutir eru hverfulir og með því að reyna að eignast þá myndi ég brenna út.“ Aðstæður hennar leyfðu henni að einfalda líf sitt, og hún skipti um vinnu sem varð til þess að hún gat haldið brautryðjandastarfinu áfram.

4. Af hverju er það áríðandi að við höldum auga okkar heilu núna?

4 Þar sem tíminn er orðinn naumur er enn mikilvægara en áður að halda auga sínu heilu. Með hverjum degi sem líður færumst við einum degi nær því að þetta heimskerfi líði undir lok og nýr heimur Guðs gangi í garð. (1. Kor. 7:29, 31) Með því að einbeita okkur að boðunarstarfinu getum við bæði bjargað sjálfum okkur og þeim sem hlusta á okkur. — 1. Tím. 4:16.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila