Dagskrá fyrir vikuna sem hefst 28. júní
VIKAN SEM HEFST 28. JÚNÍ
□ Safnaðarbiblíunám:
cf 6 kafli gr. 19-25, rammi á bls. 65
□ Boðunarskóli:
Biblíulestur: 1. Konungabók 3-6
Upprifjun á efni Boðunarskólans
□ Þjónustusamkoma:
5 mín.: Tilkynningar.
15 mín.: Verum undirbúin þegar við bjóðum Varðturninn og Vaknið! fyrir júlí – september. Umræður við áheyrendur. Notið eina eða tvær mínútur til að fara yfir efni blaðanna. Veljið síðan tvær eða þrjár greinar og biðjið áheyrendur að koma með uppástungur að spurningum og ritningarstöðum sem hægt væri að nota í kynningu. Sviðsetjið hvernig bjóða megi bæði blöðin. Ljúkið umræðunum með því að sýna hvernig hefja mætti biblíunámskeið í endurheimsókn. — Sjá km 8.07 bls. 3.
15 mín.: Kennt frá barnæsku. Umræður við áheyrendur. Tímóteus var þekktur sem kappsamur og fær trúboði. (Fil. 2:20-22) Að mörgu leyti mátti þakka það fræðslunni sem hann fékk frá móður sinni og ömmu allt frá blautu barnsbeini. (2. Tím. 1:5; 3:15) Eftirfarandi ráð frá Biblíunni geta hjálpað foreldrum að kenna börnunum vel svo að þau verði góðir boðberar. (1) Vendu barnið á að fara með þér út í boðunarstarfið allt frá unga aldri. Hjálpaðu barninu að taka þátt í starfinu í samræmi við aldur og getu. (Orðskv. 22:6) (2) Sýndu með fordæmi þínu að boðunarstarfið hefur forgang. (Fil. 1:9, 10) (3) Hjálpaðu barninu að glæða með sér kærleika og læra að meta boðunarstarfið. Gerðu það í biblíunámi fjölskyldunnar og við önnur tækifæri. (5. Mós. 6:6, 7) (4) Vertu jákvæður gagnvart boðunarstarfinu bæði í tali þínu og viðhorfum. (Fil. 3:8; 4:8; 1. Tím. 1:12) (5) Gerið það að venju að taka reglulega þátt í boðunarstarfinu sem fjölskylda. (Post. 5:41, 42) (6) Hafið félagsskap við kappsfulla boðbera. (Orðskv. 13:20) Biðjið áheyrendur að segja frá því hvernig foreldrar þeirra hjálpuðu þeim að hafa ánægju af boðunarstarfinu.