Tilkynningar
◼ Ritatilboðið í júní: Hvað kennir Biblían? Ef húsráðandi á bókina fyrir má bjóða bækurnar Sannur friður og öryggi — hvernig? og Öryggi um allan heim undir stjórn Friðarhöfðingjans. Júlí og ágúst: Hver sem er af eftirtöldum 32 síðna bæklingum: Andar hinna dánu — geta þeir hjálpað þér eða gert þér mein? Eru þeir til í raun og veru?, Bók fyrir alla menn, Haltu vöku þinni!, Hvað verður um okkur þegar við deyjum?, Nafn Guðs sem vara mun að eilífu, Stjórnin sem koma mun á paradís, Þegar ástvinur deyr og Ættum við að trúa á þrenninguna? September: Hvað kennir Biblían? Leggið sérstaka áherslu á að hefja ný biblíunámskeið.
◼ Í september verður byrjað að fara yfir fræðslumyndirnar The Bible — Its Power in Your Life (Biblían — kraftur hennar í lífi þínu) og The Bible — Accurate History, Reliable Prophecy (Biblían — nákvæm saga, áreiðanleg spádómsbók). Þær er að finna á mynddiski (DVD) sem nefnist The Bible — A Book of Fact and Prophecy (Biblían — bók staðreynda og spádóma). Ef boðberar eiga ekki diskinn ættu þeir að panta hann í ritadeild safnaðarins við fyrsta tækifæri.