Dagskrá fyrir vikuna sem hefst 19. júlí
VIKAN SEM HEFST 19. JÚLÍ
□ Safnaðarbiblíunám:
cf 7. kafli gr. 17-21, rammi á bls. 75
□ Boðunarskóli:
Biblíulestur: 1. Konungabók 12-14
Nr. 1: 1. Konungabók 12:12-20
Nr. 2: Hvað getur hjálpað okkur að sjá trúsystkini okkar sömu augum og Jehóva sér þau?
Nr. 3: Guðsríki veitir varanlega lækningu (td 30B)
□ Þjónustusamkoma:
5 mín.: Tilkynningar.
10 mín.: Leiðir til að færa út kvíarnar í þjónustunni — 2. hluti. Ræða byggð á Skipulagsbókinni bls. 112, gr. 3 til bls. 114, gr. 1. Hafið viðtal við einn eða tvo brautryðjendur og spyrjið hvernig þeir breyttu stundarskrá sinni til þess að geta gerst brautryðjendur.
10 mín.: Undirbúningur fyrir næsta skólaár. Umræður við áheyrendur. Biðjið áheyrendur að segja frá sumu af því sem unga fólkið í söfnuðinum þarf að takast á við í skólanum. Útskýrið hvernig foreldrar geta notað Index (efnisskrá Varðturnsfélagsins), Spurningar unga fólksins, bæði bindin, og annað efni í ritum okkar í fjölskyldunáminu til að geta undirbúið börn sín að standast freistingar og útskýra trú sína. (1. Pét. 3:15) Veljið eitt eða tvö dæmi og sýnið hvernig ráðleggingarnar í ritum okkar geta komið að góðum notum. Biðjið áheyrendur að segja frá hvernig þeir gátu gefið góðan vitnisburð þegar þeir voru í skóla.
10 mín.: „Geri ég nóg í þjónustunni?“ Umræður með spurningum og svörum.