Dagskrá fyrir vikuna sem hefst 14. febrúar
VIKAN SEM HEFST 14. FEBRÚAR
Söngur 3 og bæn
□ Safnaðarbiblíunám:
cf 17. kafli gr. 16-20, rammi á bls. 181 (25 mín.)
□ Boðunarskóli:
Biblíulestur: Nehemíabók 9-11 (10 mín.)
Nr. 1: Nehemíabók 11:1-14 (4 mín. eða skemur)
Nr. 2: Hvar verða hinir dánu reistir upp? (td 41B) (5 mín.)
Nr. 3: Með hvaða hætti birtist náð Guðs? — 1.Pét. 4:10 (5 mín.)
□ Þjónustusamkoma:
5 mín.: Tilkynningar.
12 mín.: Að ræða við ókunnuga. Ræða með þátttöku áheyrenda byggð á Boðunarskólabókinni bls. 62-64. Hafið stutt viðtal við boðbera sem er leikinn í að draga fólk inn í samræður í boðunarstarfinu hús úr húsi eða þegar hann vitnar óformlega.
18 mín.: „Aukið starf í kringum minningarhátíðina.“ Spurningar og svör í umsjón starfshirðis. Eftir að farið hefur verið yfir greinina skal nefna hvaða samansafnanir verða á dagskrá safnaðarins í mars, apríl og maí. Komið með nokkrar tillögur að stundaskrám sem gætu hjálpað boðberum við ólíkar aðstæður að ná 50 tímum á mánuði í boðunarstarfinu. Takið viðtal við tvo eða þrjá boðbera sem voru aðstoðarbrautryðjendur síðastliðið vor þrátt fyrir miklar annir eða heilsuleysi.
Söngur 8 og bæn