Tilkynningar
◼ Ritatilboðið í ágúst: Hver sem er af eftirtöldum 32 síðna bæklingum: Hvað verður um okkur þegar við deyjum?, Nafn Guðs sem vara mun að eilífu, Vottar Jehóva – Hverjir eru þeir? Hverju trúa þeir? og Ættum við að trúa á þrenninguna? September: Hvað kennir Biblían? og Mesta mikilmenni sem lifað hefur? Október: Varðturninn og Vaknið! Nóvember: Hver sem er af eftirtöldum 32 síðna bæklingum: Hvað verður um okkur þegar við deyjum?, Nafn Guðs sem vara mun að eilífu, Vottar Jehóva – Hverjir eru þeir? Hverju trúa þeir? og Ættum við að trúa á þrenninguna?
◼ Farið verður yfir eftirfarandi myndir á þjónustusamkomum á næstunni: Jehovah’s Witnesses – Faith in Action, Part 1: Out of Darkness og The Wonders of Creation Reveal God’s Glory. Þeir boðberar, sem eiga ekki mynddiskana, ættu að panta þá í ritaafgreiðslu safnaðarins sem fyrst.
◼ Þegar bróðir eða systir eru lögð inn á sjúkrahús væri það kærleiksríkt að heimsækja viðkomandi en einnig að sjá til þess að einhverjir sinni nauðsynlegum málum sem hann eða hún þarf aðstoð við. (Matt. 25:36, 40) Umsjónarmaður starfshópsins og umsjónarmaður öldungaráðsins eiga að tryggja að það sé gert. Það má vera að sjúkrahúsið sé langt frá heimasöfnuðinum. En umsjónarmaður starfshópsins og umsjónarmaður öldungaráðsins eiga engu að síður að sjá til þess að boðberinn, sem er á sjúkrahúsi, sé heimsóttur. Umsjónarmennirnir geta ef til vill haft samráð við spítalasamskiptanefndina.
◼ Öldungarnir eru minntir á að framfylgja leiðbeiningunum á blaðsíðu 28-31 í Varðturninum 1. september 1991 um þá sem hefur verið vikið úr söfnuðinum eða hafa aðgreint sig.