Spurningakassinn
◼ Ættum við að fara með bæn þegar biblíunám fer fram í dyragættinni?
Það hefur marga kosti í för með sér að byrja og enda námsstund með bæn. Þegar við förum með bæn biðjum við Jehóva um að vera með í umræðunum með heilögum anda sínum. (Lúk. 11:13) Við sýnum nemandanum líka hversu alvarlega við tökum biblíunámið og kennum honum jafnframt hvernig á að biðja. (Lúk. 6:40) Það er því gott að kynna bænina fyrir nemandanum sem fyrst. En aðstæður eru margbreytilegar og þess vegna þarf boðberi að sýna góða dómgreind þegar hann ákveður hvort hann bjóðist til að fara með bæn í dyragættinni eða ekki.
Það er mikilvægt að hafa í huga við hvernig aðstæður námið fer fram. Ef þið hafið smá næði gæti verið við hæfi að fara með stutta bæn í upphafi og lok námsstundar. En ef bænin dregur óþarfa athygli að ykkur eða nemandanum finnst það óþægilegt er kannski betra að bíða þess að námið fari fram við hentugri aðstæður. Sama hvar námið fer fram þá ættum við alltaf að beita góðri dómgreind þegar við ákveðum hvenær við kynnum bænina fyrir nemandanum. – Sjá Ríkisþjónustu okkar, mars 2005, bls. 6.