Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 3.05 bls. 6
  • Árangursrík biblíunámskeið

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Árangursrík biblíunámskeið
  • Ríkisþjónusta okkar – 2005
  • Svipað efni
  • Spurningakassinn
    Ríkisþjónusta okkar – 2011
  • Árangursrík biblíunámskeið
    Ríkisþjónusta okkar – 2005
  • Bænir sem er svarað
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1988
  • Hvernig þú getur nálægt þig Guði
    Þekking sem leiðir til eilífs lífs
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2005
km 3.05 bls. 6

Árangursrík biblíunámskeið

7. hluti: Bænir fluttar á biblíunámskeiði

1. (a) Hvers vegna er rétt að fara með bæn í upphafi og lok námsstundar? (b) Hvenær er heppilegt að fara með bæn í fyrsta sinn á biblíunámskeiði?

1 Til þess að biblíunemendur taki andlegum framförum er nauðsynlegt fyrir þá að fá blessun Jehóva. (1. Kor. 3:6) Það er því rétt að fara með bæn í upphafi og lok námsstundar. Þegar fólk er trúað er oft hægt að fara með bæn í fyrstu kennslustundinni. Annars gætum við þurft að vera vakandi fyrir því hvenær heppilegt sé að fara með bæn í fyrsta sinn. Hægt er að vitna í Sálm 25:4, 5 og 1. Jóhannesarbréf 5:14 til þess að hjálpa nemandanum að skilja hvers vegna við eigum að fara með bæn og einnig í Jóhannes 15:16 til að útskýra hve mikilvægt er að biðja til Jehóva fyrir milligöngu Jesú Krists.

2. Ef systir er í fylgd með skírðum eða óskírðum karlkynsboðbera í biblíunámsstund, hvort þeirra ætti að fara með bænina?

2 Hver á að fara með bæn á biblíunámskeiði? Ef skírður bróðir er í fylgd með systur ætti hann að fara með bæn þó að systirin sjái um námskeiðið og beri höfuðfat. (1. Kor. 11:5, 10) Aftur á móti ef óskírður karlkynsboðberi er í fylgd með systur í námsstundinni á hún að flytja bænina. Í slíkum tilfellum ætti hún að bera höfuðfat bæði þegar hún fer með bæn og sér um námsstundina.

3. Hvað er viðeigandi bænarefni á biblíunámskeiði?

3 Bænarefnið: Bænir á biblíunámskeiði þurfa ekki að vera langar en þær þurfa að vera hnitmiðaðar. Auk þess að biðja um blessun Jehóva og þakka fyrir sannleikann sem við lærum er viðeigandi að lofa Jehóva sem fræðara okkar. (Jes. 54:13) Við getum einnig minnst á hve einlægan áhuga við höfum á nemandanum og hve þakklát við erum fyrir söfnuðinn sem Jehóva notar. (1. Þess. 1:2, 3; 2:7, 8) Þegar við biðjum Jehóva að blessa viðleitni nemandans til að fara eftir því sem hann lærir getur það hjálpað honum að sjá hve mikilvægt er að vera ‚gerandi orðsins‘. — Jak. 1:22.

4. Hvaða kostir fylgja því að hefja og ljúka námsstund með bæn?

4 Margir kostir fylgja bæninni. Hún færir okkur blessun Guðs. (Lúk. 11:13) Hún leggur áherslu á alvarleika þess að kynna sér orð Guðs. Nemandinn lærir hvernig á að biðja þegar hann hlustar á bænir okkar. (Lúk. 6:40) Og þegar bænir koma frá hjartanu og bera vott um sterkan kærleika til Guðs og þakklæti fyrir dásamlega eiginleika hans geta þær enn fremur hjálpað nemandanum að mynda persónulegt samband við Jehóva.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila