Fréttir af boðunarstarfinu
Þjónustuárinu 2011 lauk með góðum ágústmánuði og framförum á nánast öllum sviðum. Alls störfuðu 350 boðberar 5.855 klukkustundir og skýrslan sýnir að þeir nýttu tímann vel. (1. Kor. 9:26b) Dreift var 6.133 blöðum og farið í 2.608 endurheimsóknir. Biblíunámskeiðum fjölgaði um 5,5% miðað við sama mánuð í fyrra og voru alls 248.