Tveir smápeningar
Mikilvægur þáttur í því að styðja starfsemi Guðsríkis er að gefa í frjáls framlög og styrkja þannig alþjóðastarfið. En hvað ef við höfum ekki úr miklu að moða?
Jesús var vitni af því þegar fátæk ekkja gaf tvo smápeninga, sem voru lítils virði, í fjárhirsluna. Hún elskaði Jehóva og „gaf af skorti sínum allt sem hún átti, alla björg sína“. (Mark. 12:41-44) Jesús hafði orð á framlagi hennar og sýndi fram á að það hafi verið mikils virði í augum Guðs. Kristnir menn á fyrstu öld litlu á það sem heiður að fá að gefa af eigum sínum. Bæði fátækir og ríkir gáfu eftir því sem þeir gátu. Páll postuli minntist til dæmis á Makedóníumenn sem „þrátt fyrir sára fátækt“ lögðu fast að honum „að mega taka þátt í samskotunum“. – 2. Kor. 8:1-4.
Þess vegna skulum við muna að þó að við getum aðeins gefið „tvo smápeninga“ þá gerir margt smátt eitt stórt. Við getum verið viss um að við gleðjum himneskan föður okkar ef við gefum eins og við höfum ásett okkur í hjarta okkar því „Guð elskar glaðan gjafara“. – 2. Kor. 9:7.