Upprifjun á efni Boðunarskólans
Farið verður yfir eftirfarandi spurningar í Boðunarskólanum í vikunni sem hefst 27. febrúar 2012. Tekið er fram í hvaða viku er fjallað um hvert atriði til að við getum lesið okkur til um það þegar við undirbúum okkur fyrir skólann.
1. Af hverju er Jeremíabók áhugaverð fyrir okkur? [5. mars, w07 1.3. bls. 9 gr. 2]
2. Hvernig getur Jehóva frelsað okkur undan ofsóknum nú á dögum? (Jer. 1:8) [5. mars, w05 1.12. bls. 26 gr. 18]
3. Hvenær og hvernig sneru hinir smurðu aftur á „gömlu göturnar“? (Jer 6:16) [12. mars, w06 1.1. bls. 16 gr. 12]
4. Hvernig getur orð Guðs verið græðandi líkt og smyrslin frá Gíleað forðum daga? (Jer. 8:22) [19. mars, w11 15.6. bls. 22 gr. 10; w07 1.1. bls. 30 gr. 14]
5. Hvernig eru mennirnir eins og leir í höndum Jehóva, leirkerasmiðsins mikla? (Jer. 18:5-11) [2. apríl, cl bls. 261]
6. Í hvaða skilningi „blekkti“ Jehóva Jeremía og hvað getum við lært af því? (Jer. 20: 7) [2. apríl, w07 1.3. bls. 10 gr. 5]
7. Hvernig sannar Jeremía 23:22 að klerkar kristna heimsins hafa ekkert samband við Jehóva? [9. apríl, w94 1.8. bls. 21 gr. 13]
8. Hvernig er Jehóva fordæmi fyrir foreldra þegar kemur að uppeldi? (Jer. 30:11, Biblían 1981) [23. apríl, w07 1.10. bls. 25 gr. 14; g09 okt.-des. bls. 7 gr. 1]
9. Hvernig eru lög Guðs rituð á hjörtu manna? (Jer. 31:33) [23. apríl, w07 1.3. bls. 12 gr. 1]
10. Í hvaða tilgangi voru gerðir tveir kaupsamningar um sömu viðskipti? (Jer. 32:10-15) [30. apríl, w07 1.3. bls. 12 gr. 2]