Fréttir af boðunarstarfinu
Skýrsla aprílmánaðar sýnir að þið teljið boðskapinn, sem við eigum að flytja fólki, vera „mikinn fögnuð“. (Lúk. 2:10) Alls tóku 348 þátt í boðunarstarfinu og þar af voru 65 í brautryðjandastarfi af einhverju tagi. Enn eru haldin mörg biblíunámskeið og í apríl voru þau 308 talsins. Þessar tölur sýna svo ekki verður um villst að við,hikum ekki við að vinna verk Drottins‘. – Jer. 48:10.