Tilkynningar
◼ Ritatilboðið í desember: Notið eitthvert eftirtalinna smárita: Viltu vita svörin?, Líf í friðsömum nýjum heimi, Hvaða von er um látna ástvini?, Langar þig að vita meira um Biblíuna?, Þjáningar taka brátt enda eða einhver önnur smárit sem eiga við. Sýnið hvernig biblíunámskeið fer fram með hjálp bókarinnar Hvað kennir Biblían? ef fólk sýnir áhuga. Janúar og febrúar: Hver sem er af eftirtöldum 32 síðna bæklingum: Haltu vöku þinni!, Hvað verður um okkur þegar við deyjum eða Nafn Guðs sem vara mun að eilífu. Bjóðið bókina Hvað kennir Biblían? í endurheimsóknum og reynið að hefja biblíunámskeið.
◼ Minningarhátíðin 2014 verður haldin mánudaginn 14. apríl.
◼ Boðberar sem ætla að vera aðstoðarbrautryðjendur í mars 2013 geta valið um að starfa 30 eða 50 klukkustundir í þeim mánuði. Ef farandhirðirinn heimsækir söfnuðinn í mars er þeim boðið að sitja allan fundinn sem farandhirðir heldur með brautryðjendum.