Dagskrá fyrir vikuna sem hefst 7. janúar
VIKAN SEM HEFST 7. JANÚAR 2013
Söngur 104 og bæn
□ Safnaðarbiblíunám:
w08 15.1. bls. 26-28 gr. 11-18 (30 mín.)
□ Boðunarskóli:
Biblíulestur: Matteus 1-6 (10 mín.)
Nr. 1: Matteus 5:21-32 (4 mín. eða skemur)
Nr. 2: Altarisgangan er óbiblíuleg – td 32B (5 mín.)
Nr. 3: Hvað merkir það að gera Jehóva að hlutdeild sinni? – 4. Mós. 18:20 (5 mín.)
□ Þjónustusamkoma:
10 mín.: Hvernig má bjóða blöðin í janúar? Ræða með þátttöku áheyrenda. Notaðu hálfa til eina mínútu til að ræða um tvær til þrjár greinar í blöðunum og hvers vegna þær eigi vel við á safnaðarsvæðinu. Notaðu síðan forsíðugreinar Varðturnsins og biðjið áheyrendur um að stinga upp á spurningum sem vekja áhuga og ritningarstöðum sem hægt væri að lesa. Gerðu það sama með Vaknið! og eina grein í viðbót í öðru hvoru blaðinu ef tíminn leyfir. Sviðsettu hvernig bjóða megi bæði blöðin.
10 mín.: Staðbundnar þarfir.
10 mín.: Hreinn ríkissalur er Jehóva til heiðurs. Ræða öldungs. Jehóva Guð er heilagur og þess vegna ætti líkamlegt hreinlæti að vera þjónum hans hugleikið. (2. Mós. 30:17-21; 40:30-32) Með því að halda tilbeiðslustað okkar hreinum og í góðu ásigkomulagi heiðrum við Jehóva. (1. Pét. 2:12) Segðu frá dæmum úr ritunum eða af starfssvæðinu um það hvernig snyrtilegur ríkissalur hafði góð áhrif á fólkið í byggðarlaginu. Hafðu viðtal við bróður sem skipuleggur hreingerningar og viðhald á ríkissalnum. Hvettu alla til að taka þátt í að halda ríkissalnum í góðu ásigkomulagi.
Söngur 127 og bæn