Undirbúum árangursríkar kynningar
1. Hversu mikilvægt er að hafa góðar kynningar?
1 Góðar kynningar opna leiðina að góðum biblíusamræðum líkt og bragðgóður forréttur undirbýr okkur fyrir aðalréttinn. Árangursríkar kynningar geta verið mislangar og fjallað um mismunandi málefni, en eins og góð máltíð þarfnast þær alltaf umhugsunar og undirbúnings. (Orðskv. 15:28) En hvað gerir kynningu árangursríka?
2. Hvernig getum við undirbúið kynningu sem vekur áhuga?
2 Veldu áhugavert umræðuefni: Kynningar okkar þurfa að vekja áhuga húsráðenda, ella gætu þeir bundið enda á samtalið. Þegar við undirbúum okkur væri gott að hugsa um efni sem er ofarlega á baugi í samfélaginu. Hefur fólk áhuga á góðu stjórnarfari, hamingjuríku fjölskyldulífi eða lausn undan ofbeldi? Fólk vill gjarnan segja sína skoðun svo gott væri að undirbúa viðhorfsspurningu sem vekur fólk til umhugsunar. Gætir þú notað eina af tillögunum í Ríkisþjónustu okkar og sniðið hana að starfssvæðinu þínu? Hvernig væri að æfa kynningar af og til í tilbeiðslustund fjölskyldunnar?
3. Hvernig getum við sniðið kynningar okkar að menningu og uppruna fólksins á svæðinu?
3 Taktu menningu og uppruna inn í myndina: Sums staðar þurfum við strax að nefna hver ástæða komu okkar er. Annars staðar þykir ókurteisi að gestur spyrji ekki fyrst um líðan húsráðanda eða segi eitthvað um sína eigin hagi. Á sumum svæðum er hægt að nota Biblíuna strax vegna þess að fólk hefur fengið kristilegt uppeldi. (Post. 2:14-17) En á svæðum þar sem fólk er ekki kristinnar trúar eða þá trúlaust gæti verið betra að minnast ekki á Biblíuna fyrr en í næstu heimsókn. – Post. 17:22-31.
4. Af hverju ættum við að hugsa vel um það sem við segjum fyrst?
4 Það fyrsta sem við segjum: Hugsaðu vandlega um það sem þú segir fyrst. Stuttar og einfaldar setningar eru oftast bestar. Það skiptir líka miklu máli hvernig við segjum hlutina. Vertu líflegur. Vingjarnlegt bros sýnir að þú hefur persónulegan áhuga á viðkomandi. Ef þú ferð eftir þessum leiðbeiningum á það eftir að hjálpa þér að undirbúa lystaukandi kynningar sem verða fólki á svæðinu hvatning til að taka þátt í „borðhaldi Drottins“. – 1. Kor. 10:21.