Tökum framförum í boðunarstarfinu – undirbúum inngangsorðin
Af hverju er það mikilvægt? Ef inngangsorðin vekja ekki áhuga er líklegt að húsráðandinn gefi okkur ekki færi á að segja frá trú okkar. Þess vegna telja margir boðberar fyrstu orðin í kynningunni þau mikilvægustu. Tillögurnar að kynningum, sem við fáum í Ríkisþjónustu okkar og í Rökræðubókinni, eru ekki alltaf með fullmótuð inngagnsorð, þau bjóða því upp á meiri sveigjanleika. Jafnvel þótt um fullmótaða kynningu sé að ræða er boðberum frjálst að breyta henni eða semja sína eigin. Kynning okkar verður áhrifaríkari ef við höfum undirbúið inngagnsorðin vel, frekar en að segja bara það sem okkur dettur í hug þegar húsráðandinn opnar dyrnar. – Orðskv. 15:28.
Prófaðu eftirfarandi í mánuðinum:
Notaðu hluta af tilbeiðslustund fjölskyldunnar til að undirbúa og æfa inngangsorð.
Þegar þú ert í boðunarstarfinu skaltu segja öðrum boðberum frá því sem þú ætlar að segja. (Orðskv. 27:17) Breyttu um inngagnsorð ef þau bera ekki árangur.