Upprifjun á efni Boðunarskólans
Farið verður yfir eftirfarandi spurningar í Boðunarskólanum í vikunni sem hefst 30. júní 2014.
Af hverju er nauðsynlegt að muna eftir meginreglunni í 2. Mósebók 23:2 þegar við veljum okkur afþreyingu og skemmtiefni? [5. maí, w11 15.7. bls. 10-12 gr. 3-7]
Hversu mikilvægt var fyrir prestana að fylgja hreinlætisákvæðum lögmálsins og þvo sér áður en þeir færðu Jehóva fórnir, og hvað getur þessi krafa minnt nútímaþjóna Jehóva á? (2. Mós. 30:18-21) [19. maí, w96 1.8. bls. 9 gr. 9]
Hvers vegna var Aroni ekki refsað fyrir að gera gullkálfinn? (2. Mós. 32:1-8, 25-35) [19. maí, w04 1.4. bls. 31 gr. 4]
Hvernig er sjónarmið sannkristinna manna varðandi tilhugalíf og hjónaband tengt því að Guð skyldi banna Ísraelsmönnum að giftast fólki sem tilbað falsguði? (2. Mós. 34:12-16) [26. maí, w90 1.6. bls. 15-16 gr. 11-13]
Af hverju er frásagan af Besalel og Oholíab sérstaklega uppörvandi fyrir okkur? (2. Mós. 35:30-35) [26. maí, w10 15.9. bls. 10 gr. 13]
Á hvað erum við minnt þegar við lesum um „hið heilaga vígslutákn“ sem æðstipresturinn í Ísrael bar á vefjarhetti sínum, og hvað kennir þetta tákn okkur um vígslu? (2. Mós. 39:30) [2. júní, w01 1.3. bls. 13 gr. 2-3]
Hvaða ábyrgð hvílir á öllum kristnum mönnum ef þeir vita að trúsystkini hefur drýgt alvarlega synd? (3. Mós. 5:1) [9. júní, w12 15.2. bls. 22 gr.14-15]
Hvaða mikilvæga hlutverki gegndu heillafórnir á dögum Ísraelsmanna og hvaða þýðingu hefur þessi ráðstöfun fyrir okkur nú á dögum? (3. Mós 7:31-33) [16. júní, w12 15.1. bls. 19 gr. 11-12]
Í hverju má ætla að synd Nadabs og Abíhús Aronssona hafi verið fólgin og hvað getum við lært af frásögunni? (3. Mós. 10:1, 2, 9) [23. júní, w04 1.6. bls. 19 gr. 6-8]
Hvers vegna varð kona „óhrein“ af barnsburði? (3. Mós. 12:2, 5) [23. júní, w04 1.6. bls. 20 gr. 2]