Dagskrá fyrir vikuna sem hefst 28. júlí
VIKAN SEM HEFST 28. JÚLÍ
Söngur 58 og bæn
Safnaðarbiblíunám:
cl kafli 10 gr. 18-21, rammi á bls. 106 (30 mín.)
Boðunarskóli:
Biblíulestur: 4. Mósebók 1-3 (10 mín.)
Nr. 1: 4. Mósebók 3:21-38 (4 mín. eða skemur)
Nr. 2: Kristnir menn eiga aðeins að giftast innan safnaðarins – td 19D (5 mín.)
Nr. 3: Hvernig byggjum við upp trú á réttlátar kröfur Jehóva? – Gal. 6:2; lv kafli 17 (5 mín.)
Þjónustusamkoma:
10 mín.: Ert þú tilbúinn fyrir nýtt skólaár? Ræða með þátttöku áheyrenda. Fáðu áheyrendur til að segja frá sumu af því sem unga fólkið okkar tekst á við í skólanum. Útskýrðu hvernig foreldrar geta notað vefsetrið okkar, ásamt öðrum hjálpargögnum, til að búa börnin sín undir skólaárið. (1. Pét. 3:15) Veldu eina eða tvær algengar áskoranir og segðu frá hvernig trúi og hyggni þjónninn hefur veitt leiðsögn í þeim efnum. Spyrðu áheyrendur hvernig þeim tókst að bera vitni í skólanum.
10 mín.: Viðtal við ritarann. Í hverju felst starf þitt? Hvernig geta umsjónarmenn starfshópa og boðberar hjálpað þér svo að samanlögð skýrsla safnaðarins sé nákvæm og tilbúin á réttum tíma? Hvernig getur nákvæm skýrsla hjálpað öldungum, farandhirði og deildarskrifstofunni að gefa okkur þá hvatningu sem við þurfum á að halda?
10 mín.: „Tökum spámennina til fyrirmyndar – Sefanía.“ Spurningar og svör.
Söngur 70 og bæn