Dagskrá fyrir vikuna sem hefst 20. október
VIKAN SEM HEFST 20. OKTÓBER
Söngur 109 og bæn
Safnaðarbiblíunám:
cl kafli. 14 gr. 16-20, rammi á bls. 147 (30 mín.)
Boðunarskóli:
Biblíulestur: 5. Mósebók 7-10 (10 mín.)
Nr. 1: 5. Mósebók 9:15-29 (4 mín. eða skemur)
Nr. 2: Jesús Kristur er sonur Guðs og skipaður konungur – td 23A (5 mín.)
Nr. 3: Hvernig sýndi Jesús umhyggju? – Sálmur 72:13; cl kafli 15 (5 mín.)
Þjónustusamkoma:
Þema mánaðarins: „Prédika þú orðið, gef þig að því.“ – 2 Tim. 4:2
15 mín.: „Útskýrum trú okkar varðandi árið 1914.“ Ræða með þátttöku áheyrenda. Bjóddu áheyrendum að tjá sig um hverja spurningu.
15 mín.: Greinar sem hjálpa okkur að útskýra trú okkar í sambandi við árið 1914. Byrjaðu á níu mínútna sýnikennslu sem sýnir boðbera nota greinina „Hvenær tók Guðsríki til starfa?“ – 1. hluti í Varðturninum nóvember – desember 2014. Samtalið hefst frá og með millifyrirsögninni „Draumur Nebúkadnesars“ á bls. 11 og endar á bls. 13. Bjóddu áheyrendum að segja hvers vegna þeim hafi fundist rökin í greininni áhrifarík. Ljúktu með því að lesa Opinberunarbókina 12:10, 12 og fáðu áheyrendur til að útskýra af hverju við ættum að boða fagnaðarerindið af kappi þar sem við vitum að Guðsríki tók til starfa árið 1914.
Söngur 133 og bæn